Van Dijk vill hjálpa til við að skrifa næsta kafla Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 19:30 Van Dijk elskar Liverpool og vill vera áfram hjá félaginu. Joe Prior/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil Van Dijk vill hjálpa að skrifa næsta kafla í sögu knattspyrnufélagsins Liverpool. Hann er sem stendur fyrirliði liðsins og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Jürgen Klopp mun stíga til hliðar sem þjálfari Liverpool eftir að hafa stýrt liðinu síðan 2015. Hinn 32 ára gamli Van Dijk gekk í raðir liðsins árið 2018 og vill vera þar áfram eftir að Klopp lætur af störfum. Það staðfesti miðvörðurinn er hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. „Ég er mjög ánægður hér. Ég elska félagið og það sést. Það hefur þegar verið stór hluti af lífi mínu.“ Nú þegar hefur verið svo gott sem staðfest að Arne Slot, þjálfari Feyenoord og samlandi Van Dijk, muni taka við liðinu í sumar. Það hefur þó ekki verið opinberað. Það verða hins vegar fleiri breytingar á skrifstofunni og Van Dijk ræddi það.“ „Við vitum að Michael Edwards er að snúa aftur, og að Richard Hughes verður íþróttastjóri. Það eru einu breytingarnar sem hafa verið gerðar nú. Hvað aðrar breytingar varðar þá hef ég fulla trú á að félagið taki rétta ákvörðun.“ „Það verður mikið um breytingar og þó ég myndi ekki segja að „ógnvænlegt“ sé rétta orðið þá er mjög áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist.“ Um Klopp „Hann er magnaður þjálfari að mínu mati, hann hefur allan pakkann. Hann er frábær manneskja og við eigum í góðu sambandi.“ „Ég er stoltur að hafa spilað undir hans stjórn. Ég verð tilfinningaríkur á lokadegi tímabilsins en þetta er allt hluti af lífinu. Það er margt að gerast á bakvið tjöldin en við einbeitum okkur að leikdögum, það er okkar vinna og við þurfum að gera okkar til að ná í sex stig í síðustu tveimur leikjum tímabilsins,“ sagði Van Dijk að lokum. Virgil van Dijk wants to stay at Liverpool 🔴 pic.twitter.com/SXCLaL0t9e— Match of the Day (@BBCMOTD) May 6, 2024 Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 78 stig að loknum 36 leikjum. Liðið getur mest endað með 84 stig en Arsenal er sem stendur á toppi deildarinnar með 83 stig. Þá er Manchester City með 82 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik til góða á bæði Liverpool og Arsenal.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira