Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 15:56 Bernie Sanders segir kosningarnar í nóvember vera einhverjar þær mikilvægustu á hans lífskeiði. AP/Mariam Zuhaib Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu. Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu.
Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira