Dómarinn verður með myndavél á höfðinu Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 13:01 Bruno Fernandes sýnir dómaranum Jarred Gillett hvar myndavélin verður staðsett. Getty/Catherine Ivill Í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta verður dómarinn með myndavél á sér í kvöld, þegar Crystal Palace og Manchester United mætast. Dómarinn Jarred Gillett verður með myndavélina fasta á höfðinu en hún verður þó ekki notuð í beinu útsendinguna frá leiknum í kvöld. Þess í stað verður myndefnið notað í sérstakan þátt sem sýndur verður síðar, þar sem veita á innsýn inn í það hvernig er að dæma í ensku úrvalsdeildinni. BREAKING: 🚨 Jarred Gillett will be wearing a "RefCam" for tonight’s match between Crystal Palace and Manchester United as part of filming for a one-off programme promoting Match Officials 📷 pic.twitter.com/AbkYq5lvaZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 6, 2024 Hið sama var gert í Þýskalandi í febrúar þegar dómarinn Daniel Schlager var með myndavél og hljóðnema á sér í 2-2 jafntefli Frankfurt og Wolfsburg. Efnið var svo sýnt í þætti sem þýska deildin lét gera. Síðasta sumar var enski úrvalsdeildardómarinn Rob Jones með myndavél á sér í leik á milli Chelsea og Brighton í Philadelphia í Bandaríkjunum. Enska knattspyrnusambandið hefur einnig gert tilraunir með það í leikjum hjá áhugamönnum að dómarinn sé með myndavél á sér, í von um að draga úr því níði sem dómarar þar verða fyrir. Leikur Palace og United í kvöld hefur litla þýðingu fyrir heimamenn sem eru í 14. sæti deildarinnar og hafa að litlu að stefna. United er hins vegar í baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, sem liðið gæti þó einnig fengið með sigri gegn Manchester City í bikarúrslitaleiknum 25. maí. United er í 8. sæti með 54 stig en kæmist með sigri í kvöld upp fyrir Chelsea og Newcastle, í 6. sæti. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Dómarinn Jarred Gillett verður með myndavélina fasta á höfðinu en hún verður þó ekki notuð í beinu útsendinguna frá leiknum í kvöld. Þess í stað verður myndefnið notað í sérstakan þátt sem sýndur verður síðar, þar sem veita á innsýn inn í það hvernig er að dæma í ensku úrvalsdeildinni. BREAKING: 🚨 Jarred Gillett will be wearing a "RefCam" for tonight’s match between Crystal Palace and Manchester United as part of filming for a one-off programme promoting Match Officials 📷 pic.twitter.com/AbkYq5lvaZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 6, 2024 Hið sama var gert í Þýskalandi í febrúar þegar dómarinn Daniel Schlager var með myndavél og hljóðnema á sér í 2-2 jafntefli Frankfurt og Wolfsburg. Efnið var svo sýnt í þætti sem þýska deildin lét gera. Síðasta sumar var enski úrvalsdeildardómarinn Rob Jones með myndavél á sér í leik á milli Chelsea og Brighton í Philadelphia í Bandaríkjunum. Enska knattspyrnusambandið hefur einnig gert tilraunir með það í leikjum hjá áhugamönnum að dómarinn sé með myndavél á sér, í von um að draga úr því níði sem dómarar þar verða fyrir. Leikur Palace og United í kvöld hefur litla þýðingu fyrir heimamenn sem eru í 14. sæti deildarinnar og hafa að litlu að stefna. United er hins vegar í baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, sem liðið gæti þó einnig fengið með sigri gegn Manchester City í bikarúrslitaleiknum 25. maí. United er í 8. sæti með 54 stig en kæmist með sigri í kvöld upp fyrir Chelsea og Newcastle, í 6. sæti.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira