Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 11:00 Guðmundur Baldvin Nökkvason brá á leik eftir að hafa skorað í þriðja leiknum í röð fyrir Stjörnuna. vísir/Diego HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. Atli Þór Jónasson kom HK yfir á 27. mínútu, með skoti utan teigs sem fór framhjá Pálma Rafni Arinbjörnssyni, sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi. Atli vann svo boltann af Pablo Punyed á vallarhelmingi Víkings og kom honum á Magnús Arnar Pétursson sem tók bara á rás gegn miðvörðum Víkings, og skoraði frá vítateigslínunni, 2-0 fyrir HK. Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn með skalla á 58. mínútu en tilraunir Víkinga til að jafna báru ekki árangur og í blálokin nýtti Arnþór Ari Atlason sér mistök Víkinga til að skora þriðja mark HK og innsigla sigurinn. Klippa: Mörk HK og Víkings Á Lambhagavelli var gríðarlegt fjör á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, þegar Fram vann Fylki 2-1. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir eftir hálftíma leik, með skoti sem fór af varnarmanni og lak í netið. Framarar voru hins vegar fljótir að jafna sig og fengu víti strax í kjölfarið, en Ólafur Kristófer Helgason varði vítaspyrnuna frá Guðmundi Magnússyni. Skömmu síðar náði Haraldur Einar Ásgrímsson hins vegar að jafna metin með frábærri vippu af stuttu færi, eftir sendingu frá Fred. Guðmundur skoraði svo sjálfur sigurmarkið á 38. mínútu, með skalla. Klippa: Mörk Fram og Fylkis Í Garðabæ vann Stjarnan 4-1 sigur gegn ÍA þrátt fyrir að lenda undir. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir snemma leiks en Stjarnan jafnaði á 28. mínútu þegar Emil Atlason, markakóngur mótsins í fyrra, skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í seinni hálfleik skoraði Stjarnan svo þrjú mörk en þau gerðu Róbert Frosti Þorkelsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem nú hefur skorað í þremur leikjum í röð. Klippa: Mörk Stjörnunnar og ÍA Á Akureyri gerðu KA og KR svo 1-1 jafntefli, þar sem rauða spjaldið sem Guy Smit, markvörður KR, fékk vakti mikla athygli. Rauða spjaldið og mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en Atli Sigurjónsson gerði mark KR og Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA. KR fékk einnig vítaspyrnu snemma í leiknum en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri Besta deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Atli Þór Jónasson kom HK yfir á 27. mínútu, með skoti utan teigs sem fór framhjá Pálma Rafni Arinbjörnssyni, sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi. Atli vann svo boltann af Pablo Punyed á vallarhelmingi Víkings og kom honum á Magnús Arnar Pétursson sem tók bara á rás gegn miðvörðum Víkings, og skoraði frá vítateigslínunni, 2-0 fyrir HK. Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn með skalla á 58. mínútu en tilraunir Víkinga til að jafna báru ekki árangur og í blálokin nýtti Arnþór Ari Atlason sér mistök Víkinga til að skora þriðja mark HK og innsigla sigurinn. Klippa: Mörk HK og Víkings Á Lambhagavelli var gríðarlegt fjör á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, þegar Fram vann Fylki 2-1. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir eftir hálftíma leik, með skoti sem fór af varnarmanni og lak í netið. Framarar voru hins vegar fljótir að jafna sig og fengu víti strax í kjölfarið, en Ólafur Kristófer Helgason varði vítaspyrnuna frá Guðmundi Magnússyni. Skömmu síðar náði Haraldur Einar Ásgrímsson hins vegar að jafna metin með frábærri vippu af stuttu færi, eftir sendingu frá Fred. Guðmundur skoraði svo sjálfur sigurmarkið á 38. mínútu, með skalla. Klippa: Mörk Fram og Fylkis Í Garðabæ vann Stjarnan 4-1 sigur gegn ÍA þrátt fyrir að lenda undir. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir snemma leiks en Stjarnan jafnaði á 28. mínútu þegar Emil Atlason, markakóngur mótsins í fyrra, skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í seinni hálfleik skoraði Stjarnan svo þrjú mörk en þau gerðu Róbert Frosti Þorkelsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem nú hefur skorað í þremur leikjum í röð. Klippa: Mörk Stjörnunnar og ÍA Á Akureyri gerðu KA og KR svo 1-1 jafntefli, þar sem rauða spjaldið sem Guy Smit, markvörður KR, fékk vakti mikla athygli. Rauða spjaldið og mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en Atli Sigurjónsson gerði mark KR og Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA. KR fékk einnig vítaspyrnu snemma í leiknum en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri
Besta deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01