Luku hundrað ára bið Noregs og það bitnaði á þjálfurunum Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 09:05 Gleðin var ósvikin hjá norsku hlaupakonunum þegar ólympíufarseðillinn var í höfn, og ekki síður þegar þær fengu að gera upp veðmálið við þjálfarana sína. Instagram/@lakeriertzgaard Þrátt fyrir að hafa ekki unnið þá fögnuðu fjórar norskar hlaupakonur allra mest á HM í boðhlaupi á Bahamaeyjum um helgina, þegar þær unnu sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Heil öld er liðin síðan að Noregur átti síðast sveit í boðhlaupi á Ólympíuleikum og það var því góð ástæða fyrir þær Josefine Tomine Eriksen, Amalie Iuel, Lakeri Ertzgaard og Henriette Jæger að fagna áfanga sínum um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lakeri Ertzgaard (@lakeriertzgaard) Þær náðu 2. sæti í sínum riðli, á 3:26,89 mínútum, með því að hafa betur í jafnri baráttu við Belgíu, og þar með voru þær komnar inn á ÓL. Bandaríkin unnu riðilinn af öryggi. Norska sveitin bætti landsmet og hún bætti það svo á ný í úrslitahlaupinu þegar hún varð í 5. sæti, á 3:26,88, en aðalánægjan fólst í því að hafa unnið sér inn farseðilinn til Parísar. View this post on Instagram A post shared by Stafettjentene🇳🇴 (@stafettlandslaget) Stelpurnar höfðu þó einnig mikla ánægju af því að vinna veðmál sem þær höfðu gert við þjálfarann Unn Merete Lie Jæger, og íþróttastjórann Erlend Slokvik. „Eigum við að segja frá því sem við notuðum aukalega til að gíra okkur upp?“ spurði Ertzgaard létt og útskýrði svo: „Við vorum með veðmál við Unn Merete og Erlend um að ef við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana á fyrsta degi þá mættum við lita hárið þeirra bleikt.“ Og það gerðu þær, rétt áður en þær hlupu svo úrslitahlaupið á enn betri tíma en áður. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu og því sem við gerðum hérna. Við komum til Bahama til að ná í hóp 12 bestu og komast á Ólympíuleikana, en förum héðan sem þær fimmtu bestu í heimi,“ sagði Iuel við VG. Bandaríska sveitin vann úrslitahlaupið á 3:21,70 mínútum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Heil öld er liðin síðan að Noregur átti síðast sveit í boðhlaupi á Ólympíuleikum og það var því góð ástæða fyrir þær Josefine Tomine Eriksen, Amalie Iuel, Lakeri Ertzgaard og Henriette Jæger að fagna áfanga sínum um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lakeri Ertzgaard (@lakeriertzgaard) Þær náðu 2. sæti í sínum riðli, á 3:26,89 mínútum, með því að hafa betur í jafnri baráttu við Belgíu, og þar með voru þær komnar inn á ÓL. Bandaríkin unnu riðilinn af öryggi. Norska sveitin bætti landsmet og hún bætti það svo á ný í úrslitahlaupinu þegar hún varð í 5. sæti, á 3:26,88, en aðalánægjan fólst í því að hafa unnið sér inn farseðilinn til Parísar. View this post on Instagram A post shared by Stafettjentene🇳🇴 (@stafettlandslaget) Stelpurnar höfðu þó einnig mikla ánægju af því að vinna veðmál sem þær höfðu gert við þjálfarann Unn Merete Lie Jæger, og íþróttastjórann Erlend Slokvik. „Eigum við að segja frá því sem við notuðum aukalega til að gíra okkur upp?“ spurði Ertzgaard létt og útskýrði svo: „Við vorum með veðmál við Unn Merete og Erlend um að ef við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana á fyrsta degi þá mættum við lita hárið þeirra bleikt.“ Og það gerðu þær, rétt áður en þær hlupu svo úrslitahlaupið á enn betri tíma en áður. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu og því sem við gerðum hérna. Við komum til Bahama til að ná í hóp 12 bestu og komast á Ólympíuleikana, en förum héðan sem þær fimmtu bestu í heimi,“ sagði Iuel við VG. Bandaríska sveitin vann úrslitahlaupið á 3:21,70 mínútum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti