Lýsti Haaland sem „ofdekruðum krakka“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 08:32 Erling Haaland fór á kostum gegn Wolves um helgina. Getty/Chris Brunskill Roy Keane heldur áfram að skjóta föstum skotum á Erling Haaland, stjörnuframherja Manchester City, og lýsti þessum markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem „ofdekruðum krakka“ um helgina. Haaland fór á kostum fyrir City og skoraði fernu í 5-1 sigrinum gegn Wolves á laugardaginn. Þar með hefur hann skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, og stefnir á að verða markakóngur annað árið í röð. Haaland sýndi hins vegar stjóranum Pep Guardiola óánægju sína með það að vera tekinn af velli á 82. mínútu á laugardaginn, og það vildi Keane gagnrýna: Við sáum Haaland vera tekinn af velli og hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki [e. spoiled brat]. En þegar þeir vinna leiki og hann skorar mörk þá gleymist þetta næstum því,“ sagði Keane í þætti á Sky Sports. Þáttastjórnandinn Dave Jones grínaðist með að það væri nú kannski í lagi að láta eins og ofdekrað barn ef maður skoraði fjögur mörk en Keane svaraði: „Nei, það er ekki í lagi.“ "Behaving like a spoilt brat" Roy Keane is not holding back about Erling Haaland 😬 pic.twitter.com/GKiGV44zR8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem að Keane gagnrýnir Haaland. Eins og flestir vita eiga Keane og pabbi Haalands, Alf-Inge, sína sögu frá því að Keane meiddi hann alvarlega með skelfilegri tæklingu á sínum tíma. Hvort að þeirra forsaga hefur einhver áhrif er óvíst en Keane hefur í það minnsta ekki sparað stóru orðin þegar kemur að Haaland yngri. Í mars sagði Keane að markahrókurinn spilaði eins og leikmaður úr D-deildinni. City hafði þá gert markalaust jafntefli við Arsenal. „Fyrir framan markið er hann bestur í heimi en almenna spilið hjá honum er svo dapurt. Hann er eins og D-deildarleikmaður, þannig sé ég það,“ sagði Keane á sínum tíma. Haaland var spurður út í Keane eftir leikinn á laugardag og svaraði: „Mér er eiginlega sama um þann mann svo að það skiptir mig ekki máli hvað hann segir.“ Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Haaland fór á kostum fyrir City og skoraði fernu í 5-1 sigrinum gegn Wolves á laugardaginn. Þar með hefur hann skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, og stefnir á að verða markakóngur annað árið í röð. Haaland sýndi hins vegar stjóranum Pep Guardiola óánægju sína með það að vera tekinn af velli á 82. mínútu á laugardaginn, og það vildi Keane gagnrýna: Við sáum Haaland vera tekinn af velli og hann hagaði sér eins og ofdekraður krakki [e. spoiled brat]. En þegar þeir vinna leiki og hann skorar mörk þá gleymist þetta næstum því,“ sagði Keane í þætti á Sky Sports. Þáttastjórnandinn Dave Jones grínaðist með að það væri nú kannski í lagi að láta eins og ofdekrað barn ef maður skoraði fjögur mörk en Keane svaraði: „Nei, það er ekki í lagi.“ "Behaving like a spoilt brat" Roy Keane is not holding back about Erling Haaland 😬 pic.twitter.com/GKiGV44zR8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem að Keane gagnrýnir Haaland. Eins og flestir vita eiga Keane og pabbi Haalands, Alf-Inge, sína sögu frá því að Keane meiddi hann alvarlega með skelfilegri tæklingu á sínum tíma. Hvort að þeirra forsaga hefur einhver áhrif er óvíst en Keane hefur í það minnsta ekki sparað stóru orðin þegar kemur að Haaland yngri. Í mars sagði Keane að markahrókurinn spilaði eins og leikmaður úr D-deildinni. City hafði þá gert markalaust jafntefli við Arsenal. „Fyrir framan markið er hann bestur í heimi en almenna spilið hjá honum er svo dapurt. Hann er eins og D-deildarleikmaður, þannig sé ég það,“ sagði Keane á sínum tíma. Haaland var spurður út í Keane eftir leikinn á laugardag og svaraði: „Mér er eiginlega sama um þann mann svo að það skiptir mig ekki máli hvað hann segir.“
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira