„Eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 20:08 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur við stærstan hluta leiksins hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. SKagamenn máttu þola 4-1 tap eftir að hafa komist yfir snemma leiks. „Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum.
Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira