„Eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 20:08 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur við stærstan hluta leiksins hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. SKagamenn máttu þola 4-1 tap eftir að hafa komist yfir snemma leiks. „Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum.
Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira