Hetja Keflvíkinga hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 10:00 Leikmenn Keflavíkur fagna hér Urban Oman eftir sigurkörfu hans á móti Grindavík í gær. Stöð 2 Sport Slóveninn Urban Oman var maður kvöldsins í Blue höllinni í Keflavík í gær þegar hann tryggði liði sínu 84-83 sigur á Grindavík með því að skora þriggja stiga flautukörfu um leið og leiktíminn rann út. Hann sá til þess að staðan er 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Urban PlayAir leiksins þrátt fyrir að hann væri aðeins búinn að skora fimm stig nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurkarfan hans breytti hins vegar öllu fyrir lið hans og undanúrslitaeinvígið. Stefán Árni Pálsson spurði hetju kvöldsins hvernig honum liði aðeins nokkrum mínútum eftir þessa ótrúlegu körfu. Búinn á því „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég tilfinningalega búinn á því. Þetta var erfiður leikur, bæði líkamlega og andlega. Við vissum hvað var mikið undir hjá báðum liðum og það var mjög erfitt að spila þennan leik. Ég er samt svo ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna okkar sem hjálpuðu okkur svo mikið í kvöld,“ sagði Urban Oman. Urban Oman á ferðinni með boltann í leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær.Vísir/Hulda Margrét „Við verðum bara að mæta aftur af krafti í næsta leik og taka þetta skref fyrir skref. Við munum sjá til hverju það skilar okkur,“ sagði Urban. Hann segir að lokakefið hafi ekki verið teiknað upp fyrir sig. „Það var mikið um að vera á vellinum og ég reyndi bara að finna mér opinn stað á vellinum. Varnarmaðurinn týndi mér og skotið fór í körfuna. Það var yndisleg tilfinning að sjá hann fara í körfuna. Ég er svo ánægður,“ sagði Urban. Átti ekki mitt besta kvöld Hann var eins og áður sagði bara með fimm stig fyrir þetta lokaskot og endaði því með átta stig. „Ég átti ekki mitt besta kvöld og þá sérstaklega hvað það varðar að skjóta boltanum. Þegar við horfum á þetta lokaskot þá var það mikilvægasta í leiknum og ég er ánægður að hafa sett það niður fyrir allt Keflavíkurfélagið og allt samfélagið hér. Nú er bara að halda áfram í næsta leik,“ sagði Urban. Urban segir að hans helsti styrkleiki inn á vellinum sé að spila góða vörn. Þessi sigur var fyrir Remy Hvernig var að koma inn í þennan leik án Remy Martin? „Við vissum að við þurfum að vinna fyrir hann. Allir í liðnu gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að taka eitt skref upp á við til að fylla í hans skarð. Okkur tókst það og þessi sigur var fyrir hann,“ sagði Urban sem viðurkennir að hann hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum. Vanalega tekin út af í lokasóknunum „Ég er vanalega sá sem spila vörn og er oft tekinn út af í sókninni á lokasekúndum leikja. Þá fer ég oft út og það er skotmaður sendur inn á völlinn. Ég kem síðan aftur inn í vörnina. Það er góð tilfinning að ná þessu,“ sagði Urban. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Urban Oman Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Urban PlayAir leiksins þrátt fyrir að hann væri aðeins búinn að skora fimm stig nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurkarfan hans breytti hins vegar öllu fyrir lið hans og undanúrslitaeinvígið. Stefán Árni Pálsson spurði hetju kvöldsins hvernig honum liði aðeins nokkrum mínútum eftir þessa ótrúlegu körfu. Búinn á því „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég tilfinningalega búinn á því. Þetta var erfiður leikur, bæði líkamlega og andlega. Við vissum hvað var mikið undir hjá báðum liðum og það var mjög erfitt að spila þennan leik. Ég er samt svo ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna okkar sem hjálpuðu okkur svo mikið í kvöld,“ sagði Urban Oman. Urban Oman á ferðinni með boltann í leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær.Vísir/Hulda Margrét „Við verðum bara að mæta aftur af krafti í næsta leik og taka þetta skref fyrir skref. Við munum sjá til hverju það skilar okkur,“ sagði Urban. Hann segir að lokakefið hafi ekki verið teiknað upp fyrir sig. „Það var mikið um að vera á vellinum og ég reyndi bara að finna mér opinn stað á vellinum. Varnarmaðurinn týndi mér og skotið fór í körfuna. Það var yndisleg tilfinning að sjá hann fara í körfuna. Ég er svo ánægður,“ sagði Urban. Átti ekki mitt besta kvöld Hann var eins og áður sagði bara með fimm stig fyrir þetta lokaskot og endaði því með átta stig. „Ég átti ekki mitt besta kvöld og þá sérstaklega hvað það varðar að skjóta boltanum. Þegar við horfum á þetta lokaskot þá var það mikilvægasta í leiknum og ég er ánægður að hafa sett það niður fyrir allt Keflavíkurfélagið og allt samfélagið hér. Nú er bara að halda áfram í næsta leik,“ sagði Urban. Urban segir að hans helsti styrkleiki inn á vellinum sé að spila góða vörn. Þessi sigur var fyrir Remy Hvernig var að koma inn í þennan leik án Remy Martin? „Við vissum að við þurfum að vinna fyrir hann. Allir í liðnu gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að taka eitt skref upp á við til að fylla í hans skarð. Okkur tókst það og þessi sigur var fyrir hann,“ sagði Urban sem viðurkennir að hann hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum. Vanalega tekin út af í lokasóknunum „Ég er vanalega sá sem spila vörn og er oft tekinn út af í sókninni á lokasekúndum leikja. Þá fer ég oft út og það er skotmaður sendur inn á völlinn. Ég kem síðan aftur inn í vörnina. Það er góð tilfinning að ná þessu,“ sagði Urban. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Urban Oman
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Sjá meira