Féllu á meðan þjálfarinn sem þeir ráku hélt Blackburn uppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2024 08:00 Wayne Rooney tók við Birmingham í 6. sæti ensku B-deildarinnar. Síðan þá hefur liðið aðeins náð í 32 stig úr 35 leikjum. @secondtierpod Nýloknu tímabili Birmingham City í ensku B-deild karla í knattspyrnu var vægast sagt áhugavert. Á endanum féll félagið eftir tímabil sem átti upphaflega að vera upphaf nýrra tíma. Snemma á tímabilinu var Birmingham mikill fréttamatur enda mættu bandarískir fjárfestar með fyrrum NFL-stjörnuna Tom Brady í broddi fylkingar sem nýir eigendur félagsins. „Leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady eftir að kaupin voru opinberuð. Það er þó ekki alltaf jákvætt að fá inn bandaríska fjárfesta. Þeirra fyrstu mistök voru án efa þau að láta John Eustace fara þann 9. október svo Wayne Rooney gæti tekið við tveimur dögum síðar. Þegar þau þjálfaraskipti áttu sér stað var Birmingham í 6. sæti deildarinnar en tímabilið þó tiltölulega nýhafið. Það gekk engan veginn sem skildi með Rooney sem þjálfara en hann var fenginn inn til að breyta hugarfari félagsins og spila árangursríkan fótbolta. Eitthvað sem hann hafði ekki gert sem þjálfari Derby County eða D.C. United í Bandaríkjunum. Hann var því á endanum látinn fara í ársbyrjun 2024. Eftir að Steve Spooner hafði stýrt liðinu tímabundið var leitað til Tony Mowbray. Sá er öllum hnútum kunnugur í ensku B-deildinni enda þjálfað lið eins og West Bromwich Albion, Middlesbrough, Coventry City, Blackburn Rovers og Sunderland á ferli sínum. Mowbray þurfti hins vegar að stíga til hliðar vegna veikinda strax í febrúar. Tók þá Mark Venus tímabundið við áður en Gary Rowett, sem hefur áður stýrt Birmingham, var fenginn inn um miðjan mars til að klára tímabilið. Þrátt fyrir ágætis gengi undir lok leiktíðar – tveir sigrar og tvö jafntefli í síðustu fjórum – þá var holan orðin of djúp og Birmingham endaði í 22. sæti með 50 stig sem þýðir að liðið leikur í ensku C-deildinni á næstu leiktíð. Thank you for your support in a tough first year Bluenoses. We have a long way to go but it’s because of all of you that we’ll achieve great things in the future 💙 https://t.co/Bn4TRE6czK— Tom Brady (@TomBrady) May 4, 2024 Til að strá salti í sárin þá tók John Eustace við Blackburn í febrúar og hjálpaði liðinu að halda sér uppi í B-deildinni. Sá hlær best sem síðast hlær og allt það. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Snemma á tímabilinu var Birmingham mikill fréttamatur enda mættu bandarískir fjárfestar með fyrrum NFL-stjörnuna Tom Brady í broddi fylkingar sem nýir eigendur félagsins. „Leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady eftir að kaupin voru opinberuð. Það er þó ekki alltaf jákvætt að fá inn bandaríska fjárfesta. Þeirra fyrstu mistök voru án efa þau að láta John Eustace fara þann 9. október svo Wayne Rooney gæti tekið við tveimur dögum síðar. Þegar þau þjálfaraskipti áttu sér stað var Birmingham í 6. sæti deildarinnar en tímabilið þó tiltölulega nýhafið. Það gekk engan veginn sem skildi með Rooney sem þjálfara en hann var fenginn inn til að breyta hugarfari félagsins og spila árangursríkan fótbolta. Eitthvað sem hann hafði ekki gert sem þjálfari Derby County eða D.C. United í Bandaríkjunum. Hann var því á endanum látinn fara í ársbyrjun 2024. Eftir að Steve Spooner hafði stýrt liðinu tímabundið var leitað til Tony Mowbray. Sá er öllum hnútum kunnugur í ensku B-deildinni enda þjálfað lið eins og West Bromwich Albion, Middlesbrough, Coventry City, Blackburn Rovers og Sunderland á ferli sínum. Mowbray þurfti hins vegar að stíga til hliðar vegna veikinda strax í febrúar. Tók þá Mark Venus tímabundið við áður en Gary Rowett, sem hefur áður stýrt Birmingham, var fenginn inn um miðjan mars til að klára tímabilið. Þrátt fyrir ágætis gengi undir lok leiktíðar – tveir sigrar og tvö jafntefli í síðustu fjórum – þá var holan orðin of djúp og Birmingham endaði í 22. sæti með 50 stig sem þýðir að liðið leikur í ensku C-deildinni á næstu leiktíð. Thank you for your support in a tough first year Bluenoses. We have a long way to go but it’s because of all of you that we’ll achieve great things in the future 💙 https://t.co/Bn4TRE6czK— Tom Brady (@TomBrady) May 4, 2024 Til að strá salti í sárin þá tók John Eustace við Blackburn í febrúar og hjálpaði liðinu að halda sér uppi í B-deildinni. Sá hlær best sem síðast hlær og allt það.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira