„Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. maí 2024 17:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í dag en svekktur með úrslitin og meiðslin sem fyrirliði liðsins varð fyrir. Visir/ Hulda Margrét Vestri komst tvívegis yfir en tapaði að endingu 3-2 gegn FH í 5. umferð Bestu deildar karla. Fyrirliði liðsins, Elmar Atli Garðarsson, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Óttast er að um ristarbrot sé að ræða, líkt og liðsfélagi hans Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir á dögunum. „Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
„Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn