„Þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 21:59 Benedikt ræðir við dómara í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson sagði mikið af mistökum hafa einkennt leik Njarðvíkur og Vals í dag. Hann sagði aðra leikmenn eiga að geta tekið við keflinu ef Chaz Williams á ekki sinn besta dag. „Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði. Við vissum að við værum ekkert að fara að labba yfir Valsarana aftur. Þetta er ekki bara frábært lið og efstir í vetur heldur frábært lið undanfarin ár,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap hans manna gegn Val í kvöld. „Við vissum að þeir væru að fara að mæta hérna dýrvitlausir. Þetta var jafn leikur og ég held að liðin hafi skipt tuttugu sinnum á forystunni fram og til baka. Það var mikið af mistökum og alls konar hlutir sem voru ekki góðir hjá báðum liðum. Síðan voru þeir sterkari í restina,“ en eins og Benedikt nefnir var leikurinn jafn allan tímann en í fjórða leikhluta náði Valur forystu sem þeir héldu til loka. „Þar kemur þetta „know how“ sem þeir hafa, margfaldir Íslandsmeistarar og allt þetta. Við vissum að við værum ekki að fara að eiga þægilegan leik. Ég er ekki ánægður með hvernig mínir menn bregðast við mótlætinu, það er eitthvað sem ég er að fara að ræða inni í klefa.“ „Sumir boltarnir gjörsamlega galnir“ Varnarlega skelltu Valsmenn í lás í leiknum í dag. „Bæði lið voru að tapa eitthvað um tuttugu boltum og sumir af boltunum hjá okkur voru gjörsamlega galnir. Einhverjar sendingar sem hefur ekkert með vörnina þeirra að gera alltaf, auðvitað voru þeir að spila hörkuvörn. Ég vil sjá meiri samstöðu og jákvæðari orku hjá okkur.“ „Í þriðja leikhluta erum við í fínum gír en svo er frost í öðrum og fjórða sem við þurfum að greina og fara yfir. Í einhverjum tilfellum vorum við ekki að hitta og skotin ekki að fara niður. Í öðrum tilfellum vorum við ekki að taka réttar ákvarðanir og stundum að stoppa of lengi með boltann. Allskonar sem við þurfum að fara yfir.“ „Þeir settu Taiwo á hann sem spilaði frábæra vörn á hann. Það á bara einhver annar að geta tekið við keflinu. Auðvitað væri maður til í meira en fjögur stig og 1/10 í skotum en við erum með það góða leikmenn að það á einhver að geta tekið við keflinu. Dwayne var okkar langbesti sóknarmaður í dag en við þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn.“
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik