Sambærileg rúðubrot í Lækjargötu og á Skólavörðustíg Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 11:35 Rúðubrotin í Korakmarket við Skólavörðustíg eru sambærileg við þau sem voru í Just Kebab við Lækjargötu í nótt. Svo virðist sem sami einstaklingur hafi gert víðreist í nótt sem og 29. apríl en þá voru rúður einnig brotnar á báðum stöðum. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til vegna brothljóða í nótt en þá höfðu allar rúður verið brotnar á staðnum Just Kebab við Lækjargötu. Rúðurnar eru þrjár stórar og svo voru rúður í dyrum einnig brotnar. Hið athyglisverða við þetta er að rúðubrotin eru svo til nákvæmlega eins og þau sem áttu sér stað í Kormakmarket við Skólavörðustíg 21, en Vísir hefur greint frá því. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi telur ekki ólíklegt að þarna sé sami maður á ferð. „Þú ert sennilega bara búinn að leysa málið,“ segir Guðmundur Pétur við blaðamann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, gögnin eiga eftir að berast til mín. Þetta er splunkunýtt.“ Það var RÚV sem greindi frá atvikinu við Just Kebab og Vísir sá þegar í hendi sér að um hliðstæð atvik er að ræða. Guðmundur Pétur segir að eigendur verði að bera sig eftir björginni en það gætu þeir gert með því að setja upp áberandi myndavélar. Þetta snúist allt um að geta sannað verknaðinn. Úr frétt RÚV en ummerkin eru svipuð.skjáskot Þetta er í annað skiptið sem eignaspjöll eru tilkynnt við Just Kebab og það passar, þau eiga sér stað á svipuðum tíma eða 29. apríl og svo 3. maí. „Við erum með mann nefndan, af hálfu búðareigandans, en við getum ekki sannað neitt á hann. En það bendir auðvitað flest til að þarna séu einhverjar illdeilur að baki en við bara getum ekkert fullyrt um það á þessu stigi,“ segir Guðmundur Pétur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hið athyglisverða við þetta er að rúðubrotin eru svo til nákvæmlega eins og þau sem áttu sér stað í Kormakmarket við Skólavörðustíg 21, en Vísir hefur greint frá því. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi telur ekki ólíklegt að þarna sé sami maður á ferð. „Þú ert sennilega bara búinn að leysa málið,“ segir Guðmundur Pétur við blaðamann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, gögnin eiga eftir að berast til mín. Þetta er splunkunýtt.“ Það var RÚV sem greindi frá atvikinu við Just Kebab og Vísir sá þegar í hendi sér að um hliðstæð atvik er að ræða. Guðmundur Pétur segir að eigendur verði að bera sig eftir björginni en það gætu þeir gert með því að setja upp áberandi myndavélar. Þetta snúist allt um að geta sannað verknaðinn. Úr frétt RÚV en ummerkin eru svipuð.skjáskot Þetta er í annað skiptið sem eignaspjöll eru tilkynnt við Just Kebab og það passar, þau eiga sér stað á svipuðum tíma eða 29. apríl og svo 3. maí. „Við erum með mann nefndan, af hálfu búðareigandans, en við getum ekki sannað neitt á hann. En það bendir auðvitað flest til að þarna séu einhverjar illdeilur að baki en við bara getum ekkert fullyrt um það á þessu stigi,“ segir Guðmundur Pétur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent