„Sumir eru bara asnar og láta eins og fávitar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 09:00 Jakob Ingebrigtsen varð heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi tvö síðustu ár en missti af gullverðlaununum í 1.500 metra hlaupi og virðist afar bitur yfir því. Getty/Tim Clayton „Ef að ég slepp við meiðsli og veikindi þá held ég að þetta verði leikur einn,“ segir norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, vægast sagt sjálfsöruggur, varðandi 1.500 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í sumar sem margir bíða eftir. Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen. Frjálsar íþróttir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira