Sport

Dag­skráin í dag: Fálkar í Ljónagryfju, Besta deildin og For­múla 1

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Deildarmeistarar Vals mæta í Ljónagryfjuna í kvöld og reyna að jafna einvígið við Njarðvík.
Deildarmeistarar Vals mæta í Ljónagryfjuna í kvöld og reyna að jafna einvígið við Njarðvík. vísir / anton brink

Það er fjörugur föstudagur framundan á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. 

Stöð 2 Sport

18:45 – Njarðvík og Valur mætast í Ljónagryfjunni í undanúrslitum Subway deildar karla. Njarðvík leiðir einvígið 1-0 eftir fyrri leik liðanna á Hlíðarenda.

21:10 – Subway Körfuboltakvöld: Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports gera upp leik Njarðvíkur og Vals og hita upp fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur í 2. umferð undanúrslita Subway deildar karla.

Stöð 2 Sport 2

18:05 – Inside Serie A: Upphitunarþáttur ítölsku úrvalsdeildarinnar.

18:35 – Torino tekur á móti Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni.

Stöð 2 Sport 5

17:30 – Bestu mörkin: Upphitun. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir þriðju umferðina í Bestu deild kvenna.

17:50 – Breiðablik tekur á móti FH á Kópavogsvelli í Bestu deild kvenna.

20:00 – Bestu Mörkin: Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports gera upp alla leikina í 3. umferð Bestu deildar kvenna.

Stöð 2 Besta deildin

17:50 – Stjarnan og Tindastóll eigast við í Bestu deild kvenna.

Vodafone Sport

08:00 – Premier Padel: Bein útsending frá fjórða degi á Premier Padel mótinu í Sevilla.

14:00 – F1 Academy: fyrsta æfing.

16:25 – F1 Miami: Bein útsending frá fyrstu æfingu í Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Miami.

19:15 – F1 Academy: önnur æfing.

20:15 – F1 Miami: Bein útsending frá sprettkeppni tímatökuí Formúlu 1 fyrir kappaksturinn í Miami.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×