„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2024 08:00 Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður ÍTK. Vísir/Bjarni Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. „Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
„Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira