Eftirminnileg Skotlandsferð FC Sækó: Spiluðu við Celtic og heimsóttu Hampden Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2024 10:01 Leikmenn FC Sækó eftir leikina gegn Falkirk. sækó Fótboltaliðið FC Sækó fór í mikla ævintýraför til Skotlands á dögunum. Þar spilaði liðið meðal annars við lið á vegum Celtic og Falkirk. Upphaf Sækó má rekja til 2011 en þá var það samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. Félagið var svo stofnað þremur árum síðar og er það skipað notendum geð- og velferðarkerfisins, starfsmönnum þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið. Sækó gefur fólki með geðraskanir tækifæri til að stunda fótbolta sem auk þess sem markmið liðsins er að draga úr fordómum. Sækó hefur alla tíð notið liðsinnis KSÍ og unnið til grasrótaverðlauna UEFA. Í síðustu viku fór Sækó til Skotlands þar sem liðið mætti liðum á vegum Celtic og Falkirk. Að sögn aðstoðarþjálfara Sækó, Antons Magnússonar, heppnaðist ferðin vel. Sækó mætti liðum á vegum Celtic í Skotlandsferðinni. „Við fórum út á þriðjudaginn fyrir viku. Menn fengu fjóra klukkutíma til að hvíla áður en við fórum til Falkirk að spila,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Marc Boal átti veg og vanda að skipulagningu ferðarinnar, í gegnum verkefni sitt Lava Cup. Hann hélt það á Íslandi í fyrra og í kjölfarið kom til tals að Sækó myndi fara til Skotlands. „Hann er forsprakki þess að þetta allt átti sér stað og var okkur innan handar í einu og öllu,“ sagði Anton. Á þriðjudaginn mætti Sækó annars vegar Falkirk og hins vegar liði sem nefndist Destiny United. Icelandic disability side FC Saeko kicked off their Scottish tour last night playing Falkirk T8's and Destiny United FC. Saeko will visit Hampden Park tomorrow and play Celtic Legends FFIT in the evening. #fotboltinet @SFootballMuseum @footballiceland pic.twitter.com/tP7nOIGjg7— Icelandic Football UK (@marcboal) April 24, 2024 „Við vorum með þokkalega breiðan hóp og honum var skipt í tvennt. Við spiluðum við Falkrik og Destiny, sjö á móti sjö. Hugmyndafræðin á bak við Destiny er svipuð og þeirri sem liggur Sækó til grundvallar,“ sagði Anton. „Þetta gekk ansi brösuglega fyrstu leikina enda flugþreytan algjörlega búin að keyra menn í kaf. En það breytti ekki miklu þegar kom að okkar mönnum. Þeir voru bara glaðir og ánægðir að fá svona ferð. Herramennirnir í Falkirk voru svo ansi góðir við okkur og gáfu okkur treyjur og svona.“ Daginn eftir leikina í Falkirk fór Sækó aftur til borgarinnar til að heimsækja stofnun sem heitir Falkirk Mental Health Association. „Það eru sjálfboðaliðar sem reka mjög öflugt starf fyrir fólk í Falkirk sem glímir við geðræn vandamál og maður að nafni Ian Dickinson, sem er forstöðumaður þar, var með góðan fyrirlestur. Þessi ferð var ekki bara hugsuð sem keppnisferð heldur einnig sem menningar- og fræðsluferð,“ sagði Anton. „Svo bárum við saman bækur okkar, hvernig geðheilbrigðismál eru í Falkirk og Skotlandi og heima. Þeim þótti mjög fróðlegt að vita hvernig við Íslendingar tökum á þeim málum og það var yndislegt að sjá hversu mikinn þátt Sækó-liðar voru tilbúnir að taka þátt í þeirri umræðu.“ Á fimmtudaginn fyrir viku fór Sækó til Glasgow. Liðið heimsótti Hampden Park, þjóðarleikvang Skota, og mætti svo Celtic á Stepford Sports Centre vellinum í Glasgow. Leikirnir þar fóru betur en leikirnir á þriðjudaginn en úrslitin voru auka atriði. FC Saeko squad having a great time visiting Hampden Park. Final match of their Scottish tour tonight against Celtic Legends FFIT at Stepford Sports Centre.@SFootballMuseum #fotboltinet@footballiceland pic.twitter.com/oRWYzOw1T8— Icelandic Football UK (@marcboal) April 25, 2024 „Aðalmálið var að búa til góðar stundir fyrir okkar félagsmenn, gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl og njóta lífsins. Þetta eru strákar sem hafa þurft að glíma við ýmislegt í gegnum ævina, áföll og annað sem maður vill ekki óska neinum,“ sagði Anton. „Þetta gekk ljómandi vel og við gætum ekki hafa óskað okkur betri útkomu fyrir félagið.“ Íslenski boltinn Geðheilbrigði Skotland Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Upphaf Sækó má rekja til 2011 en þá var það samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. Félagið var svo stofnað þremur árum síðar og er það skipað notendum geð- og velferðarkerfisins, starfsmönnum þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið. Sækó gefur fólki með geðraskanir tækifæri til að stunda fótbolta sem auk þess sem markmið liðsins er að draga úr fordómum. Sækó hefur alla tíð notið liðsinnis KSÍ og unnið til grasrótaverðlauna UEFA. Í síðustu viku fór Sækó til Skotlands þar sem liðið mætti liðum á vegum Celtic og Falkirk. Að sögn aðstoðarþjálfara Sækó, Antons Magnússonar, heppnaðist ferðin vel. Sækó mætti liðum á vegum Celtic í Skotlandsferðinni. „Við fórum út á þriðjudaginn fyrir viku. Menn fengu fjóra klukkutíma til að hvíla áður en við fórum til Falkirk að spila,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Marc Boal átti veg og vanda að skipulagningu ferðarinnar, í gegnum verkefni sitt Lava Cup. Hann hélt það á Íslandi í fyrra og í kjölfarið kom til tals að Sækó myndi fara til Skotlands. „Hann er forsprakki þess að þetta allt átti sér stað og var okkur innan handar í einu og öllu,“ sagði Anton. Á þriðjudaginn mætti Sækó annars vegar Falkirk og hins vegar liði sem nefndist Destiny United. Icelandic disability side FC Saeko kicked off their Scottish tour last night playing Falkirk T8's and Destiny United FC. Saeko will visit Hampden Park tomorrow and play Celtic Legends FFIT in the evening. #fotboltinet @SFootballMuseum @footballiceland pic.twitter.com/tP7nOIGjg7— Icelandic Football UK (@marcboal) April 24, 2024 „Við vorum með þokkalega breiðan hóp og honum var skipt í tvennt. Við spiluðum við Falkrik og Destiny, sjö á móti sjö. Hugmyndafræðin á bak við Destiny er svipuð og þeirri sem liggur Sækó til grundvallar,“ sagði Anton. „Þetta gekk ansi brösuglega fyrstu leikina enda flugþreytan algjörlega búin að keyra menn í kaf. En það breytti ekki miklu þegar kom að okkar mönnum. Þeir voru bara glaðir og ánægðir að fá svona ferð. Herramennirnir í Falkirk voru svo ansi góðir við okkur og gáfu okkur treyjur og svona.“ Daginn eftir leikina í Falkirk fór Sækó aftur til borgarinnar til að heimsækja stofnun sem heitir Falkirk Mental Health Association. „Það eru sjálfboðaliðar sem reka mjög öflugt starf fyrir fólk í Falkirk sem glímir við geðræn vandamál og maður að nafni Ian Dickinson, sem er forstöðumaður þar, var með góðan fyrirlestur. Þessi ferð var ekki bara hugsuð sem keppnisferð heldur einnig sem menningar- og fræðsluferð,“ sagði Anton. „Svo bárum við saman bækur okkar, hvernig geðheilbrigðismál eru í Falkirk og Skotlandi og heima. Þeim þótti mjög fróðlegt að vita hvernig við Íslendingar tökum á þeim málum og það var yndislegt að sjá hversu mikinn þátt Sækó-liðar voru tilbúnir að taka þátt í þeirri umræðu.“ Á fimmtudaginn fyrir viku fór Sækó til Glasgow. Liðið heimsótti Hampden Park, þjóðarleikvang Skota, og mætti svo Celtic á Stepford Sports Centre vellinum í Glasgow. Leikirnir þar fóru betur en leikirnir á þriðjudaginn en úrslitin voru auka atriði. FC Saeko squad having a great time visiting Hampden Park. Final match of their Scottish tour tonight against Celtic Legends FFIT at Stepford Sports Centre.@SFootballMuseum #fotboltinet@footballiceland pic.twitter.com/oRWYzOw1T8— Icelandic Football UK (@marcboal) April 25, 2024 „Aðalmálið var að búa til góðar stundir fyrir okkar félagsmenn, gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl og njóta lífsins. Þetta eru strákar sem hafa þurft að glíma við ýmislegt í gegnum ævina, áföll og annað sem maður vill ekki óska neinum,“ sagði Anton. „Þetta gekk ljómandi vel og við gætum ekki hafa óskað okkur betri útkomu fyrir félagið.“
Íslenski boltinn Geðheilbrigði Skotland Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira