Hefja sölu á íbúðum á Orkureitnum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 10:40 Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Mikill áhugi er á Orkureitnum en 25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu. Sala hófst í dag á fyrsta áfanga af fjórum á Orkureitnum svokallaða. Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Stærð íbúða er á bilinu 38 - 166 fermetrar. 25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAFÍR bygginga sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. „Við höfum undanfarnar vikur fundið fyrir miklum áhuga á þessu nýja íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum. Það er gott að finna fyrir meðbyr með verkefninu. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta viðleitni okkar til að byggja vandaðar íbúðir á fallegum reit miðsvæðis þar sem stutt er að sækja annars vegar í verslun og þjónustu og hins vegar í Laugardalinn, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa," er haft eftir Hilmari í fréttatilkynningu. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Innanhússhönnuðurinn Rut Káradóttir stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum „Rut Kára er ein af okkar fremstu innanhússhönnuðum og samstarfið við hana hefur verið afar gott. Hún hefur hannað 3 meginþema í innréttingum fyrir íbúðirnar sem hvert og eitt ber einstöku hönnunarauga hennar fagurt vitni. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs", segir Hilmar. Verslunar- og þjónusturými fyrir íbúa auk veitinga- og kaffihúsa Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Áfangi A er sá sem fór í sölu í dag. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4000 fermetra atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Orkureiturinn er með hina alþjóðlegu BREEAM-umhverfisvottun og þá er markmiðið að allar íbúðir verði Svansvottaðar. Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAFÍR bygginga sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. „Við höfum undanfarnar vikur fundið fyrir miklum áhuga á þessu nýja íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum. Það er gott að finna fyrir meðbyr með verkefninu. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta viðleitni okkar til að byggja vandaðar íbúðir á fallegum reit miðsvæðis þar sem stutt er að sækja annars vegar í verslun og þjónustu og hins vegar í Laugardalinn, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa," er haft eftir Hilmari í fréttatilkynningu. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Innanhússhönnuðurinn Rut Káradóttir stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum „Rut Kára er ein af okkar fremstu innanhússhönnuðum og samstarfið við hana hefur verið afar gott. Hún hefur hannað 3 meginþema í innréttingum fyrir íbúðirnar sem hvert og eitt ber einstöku hönnunarauga hennar fagurt vitni. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs", segir Hilmar. Verslunar- og þjónusturými fyrir íbúa auk veitinga- og kaffihúsa Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Áfangi A er sá sem fór í sölu í dag. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4000 fermetra atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Orkureiturinn er með hina alþjóðlegu BREEAM-umhverfisvottun og þá er markmiðið að allar íbúðir verði Svansvottaðar.
Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira