Heimilisleysi blasir við öryrkjum Svanberg Hreinsson skrifar 2. maí 2024 09:30 Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði. Fáir öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana flestir áður en þeir urðu öryrkjar. Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum áratug og leigjendur horfa upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári samhliða hækkandi leiguverði. Þessa þróun þekki ég vel. Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat. Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður. Undirstaða alls stöðuleika er húsnæðisöryggi. Fátækt fólk á Íslandi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og fleiri jaðarsettir hópar hafa lítið sem ekkert húsnæðisöryggi. Fjölskyldur sem ekki eiga fasteign þurfa margar að flytja á hverju ári, líkt og á fardögum fyrri tíða. Þetta þýðir að börn leigjenda festa engar rætur, upplifa engan stöðuleika. Þeirra líf mun litast af baráttu foreldra þeirra fyrir þaki yfir höfuðið Nú hefur sitjandi ríkisstjórn verið við völd í nær sjö ár og gert lítið annað en að skilja húsnæðismálin eftir í sætum graut. Af hverju í ósköpunum er ekki búið að grípa til aðgerða sem skila raunverulegum árangri? Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda ýtir undir frekari verðbólgu, aukna stéttaskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna. Fátækt vex og kaupmáttur dregst saman. Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði. Fáir öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana flestir áður en þeir urðu öryrkjar. Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum áratug og leigjendur horfa upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári samhliða hækkandi leiguverði. Þessa þróun þekki ég vel. Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat. Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður. Undirstaða alls stöðuleika er húsnæðisöryggi. Fátækt fólk á Íslandi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og fleiri jaðarsettir hópar hafa lítið sem ekkert húsnæðisöryggi. Fjölskyldur sem ekki eiga fasteign þurfa margar að flytja á hverju ári, líkt og á fardögum fyrri tíða. Þetta þýðir að börn leigjenda festa engar rætur, upplifa engan stöðuleika. Þeirra líf mun litast af baráttu foreldra þeirra fyrir þaki yfir höfuðið Nú hefur sitjandi ríkisstjórn verið við völd í nær sjö ár og gert lítið annað en að skilja húsnæðismálin eftir í sætum graut. Af hverju í ósköpunum er ekki búið að grípa til aðgerða sem skila raunverulegum árangri? Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda ýtir undir frekari verðbólgu, aukna stéttaskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna. Fátækt vex og kaupmáttur dregst saman. Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun