Mótmælendur og gagnmótmælendur tókust á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 10:51 Tjaldbúðir til stuðnings Palestínu hafa risið við háskóla víðs vegar um Bandaríkin. AP/Jae C. Hong Bandarískir stúdentar hafa mótmælt stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa af miklum móði undanfarnar vikur og hafa tjaldbúðir risið við háskóla um landið allt. Snemma morguns í dag sauð upp úr í einum slíkum tjaldbúðum sem reistar hafa verið við UCLA-háskóla í Kaliforníu þegar gagnmótmælendur gerðu tilraun til að rífa búðirnar niður. Myndefni frá AP-fréttaveitunni af vettvangi sýnir mótmælendur beggja megin munda spýtnabrak en aðrir spjöld eða regnhlífar til að skýla sér. Sprengdir voru flugeldar og aðskotahlutum grýtt á beggja vegu. Klippa: Mótmælendur og gagnmótmælendur takast á í Kaliforníu Stjórnendur háskólans höfðu fáeinum tímum áður lýst því yfir að tjaldbúðirnar hefðu verið ólöglega reistar og stríddu gegn reglum skólans. Hópur gagnmótmælenda svöruðu kalli stjórnenda og kom svartklæddur á vettvang með hvítar grímur. Sumir gerðu tilraun til að komast inn í búðirnar en mótmælendurnir mynduðu vegg úr regnhlífum og sveifluðu að þeim heimagerðum bareflum auk þess sem piparúða var beitt á gagnmótmælendur sem hættu sér of nálægt varnarveggnum. Eftir um tvo tíma af átökum kom lögregla á svæðið klædd í óeirðabúnað og hófu gagnmótmælendur þá að tínast í burtu. Þó héldu átök áfram við búðirnar í fleiri klukkustundir þrátt fyrir viðveru lögreglu. Tugir handteknir og vísað úr námi Tugir háskólanema hafa verið handteknir eða vísað úr námi vegna þátttöku þeirra í slíkum mótmælum og kennsla hefur verið lögð niður víðs vegar um Bandaríkin. Reuters greinir frá því að tugir mótmælenda sem setið höfðu um kennslubyggingu í Columbia-háskóla hefðu verið handteknir þegar lögreglumenn komust inn í bygginguna um glugga á annarri hæð. Tjaldbúðir sem risið höfðu þar voru rýmdar og tjöldin fjarlægð. Mary Osako, vararektor UCLA-háskóla segir stjórnendum skólans bjóða við ofbeldinu. „Hræðilegt ofbeldi átti sér stað á tjaldbúðunum í kvöld og við leituðum strax til lögreglu fyrir aðstoð. Slökkvilið og sjúkralið er á vettvangi. Okkur býður við þessu tilgangslausa ofbeldi og því verður að ljúka,“ segir hún í tilkynningu. Kröfur mótmælendanna eru meðal annars að bandarískir háskólar hætti að stunda viðskipti við ísraelsk fyrirtæki eða fyrirtæki sem stutt hafa stríðsrekstur Ísraela á Gasa á einn eða annan hátt. Ekki liggur fyrir hversu margir særðust í átökunum. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Myndefni frá AP-fréttaveitunni af vettvangi sýnir mótmælendur beggja megin munda spýtnabrak en aðrir spjöld eða regnhlífar til að skýla sér. Sprengdir voru flugeldar og aðskotahlutum grýtt á beggja vegu. Klippa: Mótmælendur og gagnmótmælendur takast á í Kaliforníu Stjórnendur háskólans höfðu fáeinum tímum áður lýst því yfir að tjaldbúðirnar hefðu verið ólöglega reistar og stríddu gegn reglum skólans. Hópur gagnmótmælenda svöruðu kalli stjórnenda og kom svartklæddur á vettvang með hvítar grímur. Sumir gerðu tilraun til að komast inn í búðirnar en mótmælendurnir mynduðu vegg úr regnhlífum og sveifluðu að þeim heimagerðum bareflum auk þess sem piparúða var beitt á gagnmótmælendur sem hættu sér of nálægt varnarveggnum. Eftir um tvo tíma af átökum kom lögregla á svæðið klædd í óeirðabúnað og hófu gagnmótmælendur þá að tínast í burtu. Þó héldu átök áfram við búðirnar í fleiri klukkustundir þrátt fyrir viðveru lögreglu. Tugir handteknir og vísað úr námi Tugir háskólanema hafa verið handteknir eða vísað úr námi vegna þátttöku þeirra í slíkum mótmælum og kennsla hefur verið lögð niður víðs vegar um Bandaríkin. Reuters greinir frá því að tugir mótmælenda sem setið höfðu um kennslubyggingu í Columbia-háskóla hefðu verið handteknir þegar lögreglumenn komust inn í bygginguna um glugga á annarri hæð. Tjaldbúðir sem risið höfðu þar voru rýmdar og tjöldin fjarlægð. Mary Osako, vararektor UCLA-háskóla segir stjórnendum skólans bjóða við ofbeldinu. „Hræðilegt ofbeldi átti sér stað á tjaldbúðunum í kvöld og við leituðum strax til lögreglu fyrir aðstoð. Slökkvilið og sjúkralið er á vettvangi. Okkur býður við þessu tilgangslausa ofbeldi og því verður að ljúka,“ segir hún í tilkynningu. Kröfur mótmælendanna eru meðal annars að bandarískir háskólar hætti að stunda viðskipti við ísraelsk fyrirtæki eða fyrirtæki sem stutt hafa stríðsrekstur Ísraela á Gasa á einn eða annan hátt. Ekki liggur fyrir hversu margir særðust í átökunum.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira