Flensburg vann fyrri leik liðanna í Svíþjóð með 11 marka mun og segja má að leikur kvöldsins hafi verið formsatriði. Það fór ef til vill aðeins um heimamenn þegar þeir voru fjórum mörkum undir í hálfleik ásamt því að gestirnir skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks.
Eftir það sagði Flensburg hingað og ekki lengra. Komust heimamenn til að mynda tveimur mörkum yfir þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Eftir það slökuðu þeir allverulega á og endaði leikurinn með eins marks sigri gestanna, lokatölur 28-29.
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í liði Flensburg sem mætir Dinamo Búkarest frá Rúmeníu í undanúrslitum.