Hagnaður stóru sjóðastýringarfélaganna minnkaði eftir erfitt ár á mörkuðum
![Flestir eignamarkaðir á Íslandi áttu undir högg að sækja á síðasta ári, meðal annars af háu vaxtastigi, sem setti mark sitt á afkomu sjóðastýringarfélaga í rekstri bankanna.](https://www.visir.is/i/5CDAA5765314880AFDC309DBE0F682E016CC9F9EF66582E0BFC9610CAB687488_713x0.jpg)
Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um þrettán prósent á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum fyrir fjárfesta. Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, dróst mest saman, eða um liðlega helming á milli ára.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3758DA71DE4B616F1664E0DB57BCFC62A1A675BF0B650B68335F1F9BA6C49344_308x200.jpg)
Hagnaður Stefnis minnkaði um ellefu prósent eftir sveiflukennt ár á mörkuðum
Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði um 1.095 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um meira en ellefu prósent en eignir í stýringu minnkuðu jafnframt lítillega á ári sem einkenndist af sveiflum á verðbréfamörkuðum. Innlausnir hjá fjárfestum í stærsta innlenda hlutabréfasjóði landsins voru samtals tæplega 2,5 milljarðar á síðasta ári.
![](https://www.visir.is/i/7D72D37708F54656FE1DD7F696319D4662F5EA22F3151792439F953BEF108C19_308x200.jpg)
Virkir sjóðstjórar lutu í lægra hald fyrir vísitölum í krefjandi aðstæðum
Að baki er krefjandi ár fyrir stjórnendur hlutabréfasjóða í virkri stýringu. Slíkir sjóðir, fyrir utan einn, skiluðu lakari ávöxtun fyrir sjóðsfélaga sína í samanburði við Úrvalsvísitöluna. Kjarna má árið 2023 fyrir sjóðstjóra að landslagið hafi breyst nokkuð oft með fjölda stórra atburða og ýktum sveiflum á stöku hlutabréfum og markaðnum í heild.