Fjórar dýrindis diskósúpur úr hráefnum sem annars hefði verið hent Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 22:07 Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnaskólans í Reykjavík og Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari stóðu að diskósúpuviðburðinum í Hússtjórnarskólanum Vísir/Einar Nýjustu rannsóknir sýna hver Íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Nemendur í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík héldu upp á alþjóðlega diskósúpudaginn á dögunum með súpuveislu úr hráefnum sem annars hefði átt að henda. Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“ Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira
Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“
Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira