Samkvæmt The Athletic verður eyðsluþakið sett á fyrir tímabilið 2025-26. Tillagan hljómar þannig að félög deildarinnar munu „aðeins“ geta eytt fimmfalt því sem tekjulægsta félag deildarinnar fær fyrir sjónvarpsrétt sinn.
Hugmyndin var rætt á eigendafundi liða deildarinnar í dag, mánudag. Verður svo kosið um tillöguna á almennum fundi deildarinnar sem fram fer í júní.
Fari tillagan í gegn þá mun hún koma í stað þeirrar reglu sem nú er við lýði. Samkvæmt þeirri reglu mega lið aðeins eyða ákveðinni prósentu af tekjum sínum ár hvert.