Boða verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli í maí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 15:24 Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar á Keflavíkurflugvelli frá 9. maí næstkomandi. Vilhelm Samninganefndir Sameykis og FFR, félags flugmálastarfsmanna ríkisins, hafa efnt til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun félagsfólks sem starfar hjá ISAVIA ohf. Verkfallsaðgerðirnar hefjast 9. maí verði þær samþykktar, en atkvæðagreiðslunni um þær lýkur 2. maí. Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar. Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar.
Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira