Andstaða frá Íslandi og vera Ísraelsmanna litar keppnina í ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:01 Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska hópsins. Vera Ísraelsmanna og andstaða frá Íslandi litar Eurovisionkeppnina í ár, að sögn fararstjóra íslenska hópsins. Hann segir þó góða stemningu í hópnum og að fyrsta æfing Heru Bjarkar hafi gengið framar vonum. Íslenski hópurinn hélt til Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur lagið Scared of heights, æfði atriðið á sviðinu í Malmö Arena i gær. Rúnar Freyr Gíslason, farstjóri Íslenska hópsins segir æfinguna hafa gengið framar vonum og að góð stemning sé innan hópsins þrátt fyrir að verkefnið sé öðruvísi og kröfumeira en venjulega. „Það sem við erum að setja allan fókus á er að gera þetta að flottu atriði. Það var heldur betur að gerast í gær á fyrstu æfingunni sem gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að gera miklar breytingar á atriðinu, bæði lúkki, grafík, handahreyfingum og allskonar,“ segir Rúnar. Hann segist skynja mikinn áhuga fólks á Heru. „Blaðamennirnir þekkja hana frá því að hún var í keppninni fyrir mörgum árum. Þeir flykkjast að henni og til dæmis núna er hún í þriggja tíma viðtalssessioni þar sem blaðamenn koma á hótelið og tala við hana hver á eftir öðrum. Svo það gengur vel og við erum stolt af henni. Hún er flott í viðtölum, frábær á sviðinu. Það geislar af henni og hún gefur mikið af sér.“ Keppnin öðruvísi en áður Rúnar Freyr segir hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi varðandi þáttöku í keppninni í ár sem og þáttöku ísraels. „Við finnum vel fyrir því. Maður er bara heiðarlegur með það. Og vera Ísraelsmanna hér þegar ástandið er svona og þeir eru að haga sér svona þarna á Gaza þá litar það keppnina. Þó keppnin sé stofnuð á þeim grunni að vera friðar-og sameinandi og tákn friðar eftir seinni heimsstyrjöldina þá litar þetta keppnina og það er bara þannig. Og það litar keppnina líka þessi andstaða frá Íslandi og við finnum fyrir henni og höfum gert það, og það auðvitað verður að segjast eins og er það er dálítið öðruvísi en hefur verið.“ Næsta æfing er 1.maí. „Við hlökkum til að sjá afraksturinn og sýna hann íslensku þjóðinni þegar Hera stígur á svið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Íslenski hópurinn hélt til Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur lagið Scared of heights, æfði atriðið á sviðinu í Malmö Arena i gær. Rúnar Freyr Gíslason, farstjóri Íslenska hópsins segir æfinguna hafa gengið framar vonum og að góð stemning sé innan hópsins þrátt fyrir að verkefnið sé öðruvísi og kröfumeira en venjulega. „Það sem við erum að setja allan fókus á er að gera þetta að flottu atriði. Það var heldur betur að gerast í gær á fyrstu æfingunni sem gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að gera miklar breytingar á atriðinu, bæði lúkki, grafík, handahreyfingum og allskonar,“ segir Rúnar. Hann segist skynja mikinn áhuga fólks á Heru. „Blaðamennirnir þekkja hana frá því að hún var í keppninni fyrir mörgum árum. Þeir flykkjast að henni og til dæmis núna er hún í þriggja tíma viðtalssessioni þar sem blaðamenn koma á hótelið og tala við hana hver á eftir öðrum. Svo það gengur vel og við erum stolt af henni. Hún er flott í viðtölum, frábær á sviðinu. Það geislar af henni og hún gefur mikið af sér.“ Keppnin öðruvísi en áður Rúnar Freyr segir hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi varðandi þáttöku í keppninni í ár sem og þáttöku ísraels. „Við finnum vel fyrir því. Maður er bara heiðarlegur með það. Og vera Ísraelsmanna hér þegar ástandið er svona og þeir eru að haga sér svona þarna á Gaza þá litar það keppnina. Þó keppnin sé stofnuð á þeim grunni að vera friðar-og sameinandi og tákn friðar eftir seinni heimsstyrjöldina þá litar þetta keppnina og það er bara þannig. Og það litar keppnina líka þessi andstaða frá Íslandi og við finnum fyrir henni og höfum gert það, og það auðvitað verður að segjast eins og er það er dálítið öðruvísi en hefur verið.“ Næsta æfing er 1.maí. „Við hlökkum til að sjá afraksturinn og sýna hann íslensku þjóðinni þegar Hera stígur á svið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47