Andstaða frá Íslandi og vera Ísraelsmanna litar keppnina í ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:01 Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska hópsins. Vera Ísraelsmanna og andstaða frá Íslandi litar Eurovisionkeppnina í ár, að sögn fararstjóra íslenska hópsins. Hann segir þó góða stemningu í hópnum og að fyrsta æfing Heru Bjarkar hafi gengið framar vonum. Íslenski hópurinn hélt til Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur lagið Scared of heights, æfði atriðið á sviðinu í Malmö Arena i gær. Rúnar Freyr Gíslason, farstjóri Íslenska hópsins segir æfinguna hafa gengið framar vonum og að góð stemning sé innan hópsins þrátt fyrir að verkefnið sé öðruvísi og kröfumeira en venjulega. „Það sem við erum að setja allan fókus á er að gera þetta að flottu atriði. Það var heldur betur að gerast í gær á fyrstu æfingunni sem gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að gera miklar breytingar á atriðinu, bæði lúkki, grafík, handahreyfingum og allskonar,“ segir Rúnar. Hann segist skynja mikinn áhuga fólks á Heru. „Blaðamennirnir þekkja hana frá því að hún var í keppninni fyrir mörgum árum. Þeir flykkjast að henni og til dæmis núna er hún í þriggja tíma viðtalssessioni þar sem blaðamenn koma á hótelið og tala við hana hver á eftir öðrum. Svo það gengur vel og við erum stolt af henni. Hún er flott í viðtölum, frábær á sviðinu. Það geislar af henni og hún gefur mikið af sér.“ Keppnin öðruvísi en áður Rúnar Freyr segir hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi varðandi þáttöku í keppninni í ár sem og þáttöku ísraels. „Við finnum vel fyrir því. Maður er bara heiðarlegur með það. Og vera Ísraelsmanna hér þegar ástandið er svona og þeir eru að haga sér svona þarna á Gaza þá litar það keppnina. Þó keppnin sé stofnuð á þeim grunni að vera friðar-og sameinandi og tákn friðar eftir seinni heimsstyrjöldina þá litar þetta keppnina og það er bara þannig. Og það litar keppnina líka þessi andstaða frá Íslandi og við finnum fyrir henni og höfum gert það, og það auðvitað verður að segjast eins og er það er dálítið öðruvísi en hefur verið.“ Næsta æfing er 1.maí. „Við hlökkum til að sjá afraksturinn og sýna hann íslensku þjóðinni þegar Hera stígur á svið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Íslenski hópurinn hélt til Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur lagið Scared of heights, æfði atriðið á sviðinu í Malmö Arena i gær. Rúnar Freyr Gíslason, farstjóri Íslenska hópsins segir æfinguna hafa gengið framar vonum og að góð stemning sé innan hópsins þrátt fyrir að verkefnið sé öðruvísi og kröfumeira en venjulega. „Það sem við erum að setja allan fókus á er að gera þetta að flottu atriði. Það var heldur betur að gerast í gær á fyrstu æfingunni sem gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að gera miklar breytingar á atriðinu, bæði lúkki, grafík, handahreyfingum og allskonar,“ segir Rúnar. Hann segist skynja mikinn áhuga fólks á Heru. „Blaðamennirnir þekkja hana frá því að hún var í keppninni fyrir mörgum árum. Þeir flykkjast að henni og til dæmis núna er hún í þriggja tíma viðtalssessioni þar sem blaðamenn koma á hótelið og tala við hana hver á eftir öðrum. Svo það gengur vel og við erum stolt af henni. Hún er flott í viðtölum, frábær á sviðinu. Það geislar af henni og hún gefur mikið af sér.“ Keppnin öðruvísi en áður Rúnar Freyr segir hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi varðandi þáttöku í keppninni í ár sem og þáttöku ísraels. „Við finnum vel fyrir því. Maður er bara heiðarlegur með það. Og vera Ísraelsmanna hér þegar ástandið er svona og þeir eru að haga sér svona þarna á Gaza þá litar það keppnina. Þó keppnin sé stofnuð á þeim grunni að vera friðar-og sameinandi og tákn friðar eftir seinni heimsstyrjöldina þá litar þetta keppnina og það er bara þannig. Og það litar keppnina líka þessi andstaða frá Íslandi og við finnum fyrir henni og höfum gert það, og það auðvitað verður að segjast eins og er það er dálítið öðruvísi en hefur verið.“ Næsta æfing er 1.maí. „Við hlökkum til að sjá afraksturinn og sýna hann íslensku þjóðinni þegar Hera stígur á svið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47