Verðbólgan úr sex prósentum í ár í 3,5 prósent árið 2026 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 09:12 Landsbankinn spáir því að verðbólguhjöðnunin muni taka nokkurn tíma. Vísir/Arnar Verðbólgan hefur náð hámarki en mun hjaðna hægt og ekki fara niður fyrir efri vikmörk Seðlabanka Íslands fyrr en árið 2026. Þá verða stýrivextir ekki lækkaðir fyrr en á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá hagfræðideildar Landsbankans til ársins 2026. Spáin gerir ráð fyrir samfelldum hagvexti næstu ár; 0,9 prósent á þessu ári, 2,2 prósent árið 2025 og 2,6 prósent árið 2026. Verðbólgan er sögð munu mælast sex prósent í ár en lækka í 4,4 prósent árið 2025 og 3,5 prósent árið 2026. „Við teljum að háir vextir haldi áfram að halda aftur af einkaneyslu en þó færist meiri kraftur í hana en á síðasta ári, þegar hún jókst aðeins um 0,5%. Samkvæmt spánni eykst einkaneysla um 0,9% í ár, 1,8% á næsta ári og um 2,5% árið 2026. Samneysla eykst líka smám saman öll árin, um á bilinu 1,5-1,9% á ári,“ segir í samantekt. Landsbankinn gerir ráð fyrir hægfara styrkingu krónunnar og jafnri fjölgun ferðamanna, úr 2,3 milljónum í ár í 2,5 milljónir árið 2026. Þá gerir bankinn ráð fyrir 6,6 prósent hækkun launa í ár, 6,1 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Kaupmáttur muni aukast út spátímann. Atvinnuleysi verði að meðaltali fjögur prósent á þessu ári, 4,2 prósent árið 2025 og 3,9 prósent árið 2026. „Eftirspurnarþrýstingur virðist nokkur á íbúðamarkaði þrátt fyrir háa vexti og gerum við því ráð fyrir að íbúðaverð mælist að jafnaði 7% hærra í ár en í fyrra. Á næsta ári spáum við 8,8% hækkun íbúðaverðs og 7,7% hækkun árið 2026.“ Hagspá Landsbankans. Efnahagsmál Fasteignamarkaður Verðlag Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá hagfræðideildar Landsbankans til ársins 2026. Spáin gerir ráð fyrir samfelldum hagvexti næstu ár; 0,9 prósent á þessu ári, 2,2 prósent árið 2025 og 2,6 prósent árið 2026. Verðbólgan er sögð munu mælast sex prósent í ár en lækka í 4,4 prósent árið 2025 og 3,5 prósent árið 2026. „Við teljum að háir vextir haldi áfram að halda aftur af einkaneyslu en þó færist meiri kraftur í hana en á síðasta ári, þegar hún jókst aðeins um 0,5%. Samkvæmt spánni eykst einkaneysla um 0,9% í ár, 1,8% á næsta ári og um 2,5% árið 2026. Samneysla eykst líka smám saman öll árin, um á bilinu 1,5-1,9% á ári,“ segir í samantekt. Landsbankinn gerir ráð fyrir hægfara styrkingu krónunnar og jafnri fjölgun ferðamanna, úr 2,3 milljónum í ár í 2,5 milljónir árið 2026. Þá gerir bankinn ráð fyrir 6,6 prósent hækkun launa í ár, 6,1 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Kaupmáttur muni aukast út spátímann. Atvinnuleysi verði að meðaltali fjögur prósent á þessu ári, 4,2 prósent árið 2025 og 3,9 prósent árið 2026. „Eftirspurnarþrýstingur virðist nokkur á íbúðamarkaði þrátt fyrir háa vexti og gerum við því ráð fyrir að íbúðaverð mælist að jafnaði 7% hærra í ár en í fyrra. Á næsta ári spáum við 8,8% hækkun íbúðaverðs og 7,7% hækkun árið 2026.“ Hagspá Landsbankans.
Efnahagsmál Fasteignamarkaður Verðlag Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira