Grafið undan fjölmiðlafrelsinu víða í Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 08:17 Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður hafa lokað algjörlega á aðgengi fjögurra fjölmiðla í landinu. epa/Robert Fico Fjölmiðlafrelsið stendur höllum fæti víðsvegar í Evrópu og er í verulegri hættu í nokkrum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu Civil Liberties Union for Europe (Liberties) í Berlín. Guardian hefur eftir Evu Simon, talskonu Liberties, að sums staðar megi rekja þróunina beint til annað hvort andvaraleysis stjórnvalda eða aðgerða þeirra gegn fjölmiðlum. Simon segir innleiðingu nýrrar fjölmiðlalöggjafar Evrópusambandsins munu skipta sköpum. Hversu vel tekst til muni verða undir stjórnvöldum í hverju ríki komið en löggjöfin muni þýða að hægt verði að skjóta málum er varða fjölmiðla og starfsumhverfi þeirra til Evrópudómstóls. Samkvæmt skýrslunni sættu blaðamenn í Króatíu, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu líkamlegum árásum 2023 og í Ungverjalandi og Slóvakíu sættu þeir hótunum af hálfu kjörinna fulltrúa. Í Rúmeníu og Svíþjóð voru árásir á blaðamanna ekki rannsakaðar af lögreglu og í Frakklandi og Búlgaríu sættu blaðamenn árásum af hálfu lögreglu. Blaðamenn sættu reglulega lögsóknum í Króatíu, Grikklandi, Ítalíu, Hollandi og Svíþjóð og í Þýskalandi, Grikklandi, Hollandi og Póllandi sættu þeir njósnum með forritum á borð við Pegasus og Predator. Þá segir í skýrslunni að víða sé eignarhald fjölmiðla á höndum fárra einstaklinga og að sums staðar hafi blaðamenn verið útilokaðir frá blaðamannafundum og öðrum viðburðum vegna gagnrýnnar umfjöllunar um stjórnvöld. Evrópusambandið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Guardian hefur eftir Evu Simon, talskonu Liberties, að sums staðar megi rekja þróunina beint til annað hvort andvaraleysis stjórnvalda eða aðgerða þeirra gegn fjölmiðlum. Simon segir innleiðingu nýrrar fjölmiðlalöggjafar Evrópusambandsins munu skipta sköpum. Hversu vel tekst til muni verða undir stjórnvöldum í hverju ríki komið en löggjöfin muni þýða að hægt verði að skjóta málum er varða fjölmiðla og starfsumhverfi þeirra til Evrópudómstóls. Samkvæmt skýrslunni sættu blaðamenn í Króatíu, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu líkamlegum árásum 2023 og í Ungverjalandi og Slóvakíu sættu þeir hótunum af hálfu kjörinna fulltrúa. Í Rúmeníu og Svíþjóð voru árásir á blaðamanna ekki rannsakaðar af lögreglu og í Frakklandi og Búlgaríu sættu blaðamenn árásum af hálfu lögreglu. Blaðamenn sættu reglulega lögsóknum í Króatíu, Grikklandi, Ítalíu, Hollandi og Svíþjóð og í Þýskalandi, Grikklandi, Hollandi og Póllandi sættu þeir njósnum með forritum á borð við Pegasus og Predator. Þá segir í skýrslunni að víða sé eignarhald fjölmiðla á höndum fárra einstaklinga og að sums staðar hafi blaðamenn verið útilokaðir frá blaðamannafundum og öðrum viðburðum vegna gagnrýnnar umfjöllunar um stjórnvöld.
Evrópusambandið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira