Efnahagsstefnan sé að ýta fólki í verðtryggð lán Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. apríl 2024 20:25 Ásgeir Brynjar Torfason er ritstjóri Vísbendingar. Sprengisandur Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og sérfræðingur um efnahagsmál telur óhætt að lækka stýrivexti „Þetta er náttúrulega eitt stærsta efnahagsmálið núna. Það sem er kannski búið að breytast frá Covid-tímanum, að þá var þetta svona eins um allan heim. Það sem gerðist eftir Covid síðan er að verðbólgan rauk upp, en núna er hún að fara mismunandi niður,“ sagði Ásgeir í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir verðbólguna hafa tekið að lækka á Íslandi sem betur fer. Hún sé þó enn um 6 prósent, sem er um tvöfalt meira en í löndunum í kringum okkur. Talsvert hefur verið fjallað um efnahagsmál á Vísbendingu. Ásgeir segir að nýir kjarasamningar þar sem samið var um hóflegar launahækkanir hafi jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. „En það eru ennþá ýmis merki um þrýsting þó hún hafi lækkað niður í sex. Virknin af aðgerðunum er með svo mikilli tímatöf, þannig að núna er kannski lækkunin að verða vegna stýrivaxtahækkunnar sem gerð var fyrir ári síðan, og þetta er svolítið vandinn,“ segir Ásgeir. Virkni peningastefnunnar ekki almennileg vegna verðtryggingarinnar En er þetta nýr veruleiki að þetta taki svona langan tíma, eða hvað? „Neinei það er alveg þekkt. það sem að hefur verið vandinn hér á landi, miðað við önnur lönd, út af verðtryggingunni, að þá hefur í raun og veru virkni peningastefnunnar ekki verið almennileg. Þegar að vextirnir eru hækkaðir er því svona bara flatt út og frestað til efri áranna að verða blankur,“ segir Ásgeir. Peningastefnan virki bara þegar fólk er með óverðtryggð lán, því háar afborganir af lánunum dragi úr neyslu. Hann segir að eina efnahagsstefnan hér á landi í þessari miklu verðbólgu virðast vera að ýta fólki til baka í verðtryggðu lánin. Peningastefnan virki því ekki sem skyldi. Ásgeir segir húsnæðisverð hafa hækkað hér á landi vegna skorts á húsnæði. Háir stýrivextir geri það svo að verkum að það verður dýrara að byggja, sem þrýstir húsnæðisverði enn frekar upp. Þetta sé ákveðinn vítahringur. Ásgeir Brynjar ræddi efnahagsmál á Sprengisandi í morgun. Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
„Þetta er náttúrulega eitt stærsta efnahagsmálið núna. Það sem er kannski búið að breytast frá Covid-tímanum, að þá var þetta svona eins um allan heim. Það sem gerðist eftir Covid síðan er að verðbólgan rauk upp, en núna er hún að fara mismunandi niður,“ sagði Ásgeir í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir verðbólguna hafa tekið að lækka á Íslandi sem betur fer. Hún sé þó enn um 6 prósent, sem er um tvöfalt meira en í löndunum í kringum okkur. Talsvert hefur verið fjallað um efnahagsmál á Vísbendingu. Ásgeir segir að nýir kjarasamningar þar sem samið var um hóflegar launahækkanir hafi jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar. „En það eru ennþá ýmis merki um þrýsting þó hún hafi lækkað niður í sex. Virknin af aðgerðunum er með svo mikilli tímatöf, þannig að núna er kannski lækkunin að verða vegna stýrivaxtahækkunnar sem gerð var fyrir ári síðan, og þetta er svolítið vandinn,“ segir Ásgeir. Virkni peningastefnunnar ekki almennileg vegna verðtryggingarinnar En er þetta nýr veruleiki að þetta taki svona langan tíma, eða hvað? „Neinei það er alveg þekkt. það sem að hefur verið vandinn hér á landi, miðað við önnur lönd, út af verðtryggingunni, að þá hefur í raun og veru virkni peningastefnunnar ekki verið almennileg. Þegar að vextirnir eru hækkaðir er því svona bara flatt út og frestað til efri áranna að verða blankur,“ segir Ásgeir. Peningastefnan virki bara þegar fólk er með óverðtryggð lán, því háar afborganir af lánunum dragi úr neyslu. Hann segir að eina efnahagsstefnan hér á landi í þessari miklu verðbólgu virðast vera að ýta fólki til baka í verðtryggðu lánin. Peningastefnan virki því ekki sem skyldi. Ásgeir segir húsnæðisverð hafa hækkað hér á landi vegna skorts á húsnæði. Háir stýrivextir geri það svo að verkum að það verður dýrara að byggja, sem þrýstir húsnæðisverði enn frekar upp. Þetta sé ákveðinn vítahringur. Ásgeir Brynjar ræddi efnahagsmál á Sprengisandi í morgun.
Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira