Bournemouth fór illa með Brighton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 15:11 Enes Ünal fagnar eftir að hafa komið Bournemouth í 2-0 gegn Brighton. getty/Mike Hewitt Skelfilegt gengi Brighton hélt áfram þegar liðið tapaði fyrir Bournemouth, 3-0, á Vitality leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum komst Bournemouth upp í 10. sæti deildarinnar. Liðið er með 48 stig sem er það mesta sem það hefur fengið í ensku úrvalsdeildinni. Marcos Senesi kom heimamönnum yfir á 13. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Enes Ünal jók muninn í 2-0 á 52. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Justin Kluivert þriðja mark Bournemouth og öruggur sigur liðsins staðreynd. Brighton er í 12. sæti deildarinnar. Liðinu hefur gengið afleitlega að undanförnu og aðeins fengið tvö stig af átján mögulegum í síðustu sex leikjum sínum. Enski boltinn
Skelfilegt gengi Brighton hélt áfram þegar liðið tapaði fyrir Bournemouth, 3-0, á Vitality leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum komst Bournemouth upp í 10. sæti deildarinnar. Liðið er með 48 stig sem er það mesta sem það hefur fengið í ensku úrvalsdeildinni. Marcos Senesi kom heimamönnum yfir á 13. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Enes Ünal jók muninn í 2-0 á 52. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Justin Kluivert þriðja mark Bournemouth og öruggur sigur liðsins staðreynd. Brighton er í 12. sæti deildarinnar. Liðinu hefur gengið afleitlega að undanförnu og aðeins fengið tvö stig af átján mögulegum í síðustu sex leikjum sínum.