Stendur með Salah og skilur pirring hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:30 Mohamed Salah á ferðinni í 2-2 jafntefli Liverpool við West Ham United í gær. getty/Rob Newell Alan Shearer kom Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, til varnar vegna rifrildisins við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, í leiknum gegn West Ham United í gær. Shearer skilur pirring Salahs. Egyptinn reifst við Klopp skömmu áður en hann kom inn á sem varamaður eftir að Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í 2-2. Salah hellti svo olíu á eldinn með ummælum sínum eftir leikinn á Lundúnaleikvanginum. Er hann var beðinn um viðtal í leikslok sagði hann að allt myndi loga ef hann tjáði sig. Í Match of the Day á BBC tók Shearer upp hanskann fyrir Salah og sagðist skilja gremju hans. „Við vitum ekki hvað Klopp sagði við hann þarna. Hann sagði eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Hann er örugglega pirraður að vera á bekknum og það skiljanlega, jafnvel þótt hann hafi ekki náð sömu hæðum sem hann hefur gert síðustu ár. Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður. Hann hunsar Jürgen, klappar aðeins fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fer svo til búningsherbergja,“ sagði Shearer. „En við erum að giska hvað Jürgen sagði við hann. Ég skil að hann sé pirraður vegna þess hversu oft hann hefur verið bjargvættur og ofurstjarna Liverpool. Hann er með sautján mörk í 25 leikjum í byrjunarliði. Hjá öllum öðrum teldist það frábært tímabil. Það er synd að þetta skuli enda svona vegna þess hvað Klopp og Salah hafa gert.“ Salah hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hefur ekki náð sömu hæðum eftir hann meiddist í Afríkukeppninni í janúar. Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig, einu stigi á eftir Manchester City og tveimur stigum á eftir Arsenal. Liverpool hefur leikið einum leik meira en Arsenal og tveimur leikjum meira en City. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Egyptinn reifst við Klopp skömmu áður en hann kom inn á sem varamaður eftir að Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham í 2-2. Salah hellti svo olíu á eldinn með ummælum sínum eftir leikinn á Lundúnaleikvanginum. Er hann var beðinn um viðtal í leikslok sagði hann að allt myndi loga ef hann tjáði sig. Í Match of the Day á BBC tók Shearer upp hanskann fyrir Salah og sagðist skilja gremju hans. „Við vitum ekki hvað Klopp sagði við hann þarna. Hann sagði eitthvað sem fór í taugarnar á honum. Hann er örugglega pirraður að vera á bekknum og það skiljanlega, jafnvel þótt hann hafi ekki náð sömu hæðum sem hann hefur gert síðustu ár. Hann hefur verið ótrúlegur leikmaður. Hann hunsar Jürgen, klappar aðeins fyrir stuðningsmönnum Liverpool og fer svo til búningsherbergja,“ sagði Shearer. „En við erum að giska hvað Jürgen sagði við hann. Ég skil að hann sé pirraður vegna þess hversu oft hann hefur verið bjargvættur og ofurstjarna Liverpool. Hann er með sautján mörk í 25 leikjum í byrjunarliði. Hjá öllum öðrum teldist það frábært tímabil. Það er synd að þetta skuli enda svona vegna þess hvað Klopp og Salah hafa gert.“ Salah hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hefur ekki náð sömu hæðum eftir hann meiddist í Afríkukeppninni í janúar. Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig, einu stigi á eftir Manchester City og tveimur stigum á eftir Arsenal. Liverpool hefur leikið einum leik meira en Arsenal og tveimur leikjum meira en City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. 27. apríl 2024 19:15
Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20