Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 19:15 Klopp kveður Liverpool að leiktíðinni lokinni. EPA-EFE/ANDY RAIN Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. „Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
„Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira