Newcastle setti met þegar það skaut Sheffield niður um deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 16:15 Sheffield United leikur í Championship-deildinni, ensku B-deildinni, á næstu leiktíð. Robbie Jay Barratt/Getty Images Sheffield United er fallið úr ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Þetta var endanlega staðfest eftir að Sheffield tapaði 5-1 fyrir Newcastle United í dag en á sama tíma settu Norðanmenn met. Þegar liðin mættust í Sheffield fór Newcastle með 8-0 sigur af hólmi. Þó leik liðanna í dag hafi lokið með 5-1 sigri Newcastle þá komust gestirnir í Sheffield óvænt yfir í upphafi leiks. Anel Ahmedhodžić með markið eftir sendingu Gustavo Hamer. Það tók heimamenn smá stund að ná áttum en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaði Alexander Isak metin eftir sendingu Jacob Murphy. Staðan 1-1 í hálfleik en á rúmum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Hinn brasilíski Bruno Guimarães skoraði á 54. mínútu eftir sendingu Anthony Gordon og skömmu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu sem Isak skoraði úr. Þá varð Ben Osborn fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 4-1. Varamennirnir Callum Wilson og Harvey Barnes teiknuðu svo upp síðasta mark leiksins þegar sá fyrrnefndi skoraði eftir sendingu frá Barnes. Lokatölur 5-1 og aldrei hefur lið skorað jafn mörg mörk gegn einum og sama andstæðingnum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alls skoraði Newcastle 13 mörk í tveimur deildarleikjum gegn Sheffield. 🔥 - Newcastle United (@NUFC) break the @premierleague record for most goals against a specific opponent in a single season:Bramall Lane: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️St James' Park: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️#NEWSHU #NUFC pic.twitter.com/xWqkbXVl4T— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 27, 2024 Newcastle er nú með 53 stig í 7. sæti, stigi á eftir Manchester United þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Sheffield situr á botninum með 16 stig að loknum 35 leikjum og er fallið. Sheffield United are relegated from the Premier League ⬇️ pic.twitter.com/WW4jeaPs5F— B/R Football (@brfootball) April 27, 2024 Önnur úrslit í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14.00 voru þau að Fulham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli, Rodrigo Muniz kom heimamönnum yfir en varamaðurinn Jeffrey Schlupp jafnaði fyrir Palace. Þá unnu Úlfarnir 2-1 sigur á Luton Town, Hwang Hee-Chan og Toti með mörkin fyrir Úlfana á meðan Carlton Morris skoraði fyrir Luton. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Þegar liðin mættust í Sheffield fór Newcastle með 8-0 sigur af hólmi. Þó leik liðanna í dag hafi lokið með 5-1 sigri Newcastle þá komust gestirnir í Sheffield óvænt yfir í upphafi leiks. Anel Ahmedhodžić með markið eftir sendingu Gustavo Hamer. Það tók heimamenn smá stund að ná áttum en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaði Alexander Isak metin eftir sendingu Jacob Murphy. Staðan 1-1 í hálfleik en á rúmum tíu mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Hinn brasilíski Bruno Guimarães skoraði á 54. mínútu eftir sendingu Anthony Gordon og skömmu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu sem Isak skoraði úr. Þá varð Ben Osborn fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 65. mínútu og staðan orðin 4-1. Varamennirnir Callum Wilson og Harvey Barnes teiknuðu svo upp síðasta mark leiksins þegar sá fyrrnefndi skoraði eftir sendingu frá Barnes. Lokatölur 5-1 og aldrei hefur lið skorað jafn mörg mörk gegn einum og sama andstæðingnum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alls skoraði Newcastle 13 mörk í tveimur deildarleikjum gegn Sheffield. 🔥 - Newcastle United (@NUFC) break the @premierleague record for most goals against a specific opponent in a single season:Bramall Lane: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️St James' Park: ⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️#NEWSHU #NUFC pic.twitter.com/xWqkbXVl4T— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 27, 2024 Newcastle er nú með 53 stig í 7. sæti, stigi á eftir Manchester United þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Sheffield situr á botninum með 16 stig að loknum 35 leikjum og er fallið. Sheffield United are relegated from the Premier League ⬇️ pic.twitter.com/WW4jeaPs5F— B/R Football (@brfootball) April 27, 2024 Önnur úrslit í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14.00 voru þau að Fulham og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli, Rodrigo Muniz kom heimamönnum yfir en varamaðurinn Jeffrey Schlupp jafnaði fyrir Palace. Þá unnu Úlfarnir 2-1 sigur á Luton Town, Hwang Hee-Chan og Toti með mörkin fyrir Úlfana á meðan Carlton Morris skoraði fyrir Luton.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55 Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Enn ein vonbrigðin fyrir United Manchester United og Burnley skildu jöfn, 1-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu átján mínúturnar fyrir Burnley. 27. apríl 2024 15:55
Antonio eyðilagði endurkomu Rauða hersins Titilvonir Liverpool eru orðnar afar veikar eftir 2-2 jafntefli við West Ham United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var undir í hálfleik, kom til baka en Michail Antonio skoraði jöfnunarmark West Ham þegar þrettán mínútur voru eftir. 27. apríl 2024 13:20