Stólpagrín gert að Terry vegna stjörnustæla hans Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 22:00 John Terry var frábær varnarmaður en hann er sannarlega ekki allra. Getty Chelsea goðsögnin John Terry sat fyrir svörum í veigamiklu viðtali á dögunum og hefur ein saga hans vakið sérstaka athygli. Töluvert hefur verið grínast með hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. Terry er á meðal betri varnarmanna sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði tæplega 500 leiki fyrir Chelsea og vann ensku deildina fimm sinnum með félaginu. Fyrsta titilinn vann hann undir stjórn José Mourinho árið 2005 og þann síðasta með Antonio Conte í brúnni 2017. Þar á milli tóku allskyns menn við stjórnartaumunum hjá Lundúnaliðinu og gekk misvel að fóta sig. Á meðal þeirra sem fundu sig ekki var Portúgalinn André Villas-Boas, sem starfaði lengi vel undir stjórn Mourinho hjá Chelsea áður en hann varð sjálfur knattspyrnustjóri. John Terry talking about the time he and a few other Chelsea first team players boycotted their flight until they were moved out of economy and back into first class😳 pic.twitter.com/LI5E4z1QYj— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 25, 2024 Í hlaðvarpsviðtali við Simon Jordan greinir Terry frá því að Villas-Boas hafi misstigið sig strax á fyrsta degi og lent upp á kant við stjörnur liðsins þegar Chelsea var á leið í keppnisferð til austurlanda fjær. „Þegar hann mætti vorum við á leið til Hong Kong og ég sat í almennu farrými, á leið í 13 klukkustunda flug. Josh McEachran, Nathaniel Chalobah og fleiri ungir leikmenn sátu í fyrsta farrými. Þetta var leið Villas-Boas til að sýna að enginn leikmaður væri stærri en hann og allir sætu við sama borð,“ „Ég lét í mér heyra í flugvélinni og sagði að við færum hvergi fyrr en ungu strákarnir yrðu færðir aftur og aðalliðsleikmennirnir sem hafa byggt þetta félag að því sem það er fara fremst,“ segir Terry. Orðaskipti urðu þá villi Terry og Villas-Boas en á endanum varð Terry að ósk sinni. „Hann reyndi að senda skilaboð á fyrsta degi og mistókst strax. Ég get alveg sagt þér það að flugvélin hefði hvergi farið og ef hún hefði farið á þessum forsendum væri það án mín, Frank Lampard og Didier Drogba,“ segir Terry. Netverjar hafa gripið þetta á lofti og gert grín að stælunum í Terry að vilja ekki sætta sig við að sitja í almennu sæti. Um sé að ræða stjörnustæla og yfirgang. Eitt dæmi um slíkt má sjá að neðan. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. John Terry being restrained after he saw Josh McEachran eating some free peanuts in first class https://t.co/yPuGGyNHt0 pic.twitter.com/HCTYeQEBpw— Culture Ultras Football Podcast (@thecultraspod) April 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Sjá meira
Terry er á meðal betri varnarmanna sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði tæplega 500 leiki fyrir Chelsea og vann ensku deildina fimm sinnum með félaginu. Fyrsta titilinn vann hann undir stjórn José Mourinho árið 2005 og þann síðasta með Antonio Conte í brúnni 2017. Þar á milli tóku allskyns menn við stjórnartaumunum hjá Lundúnaliðinu og gekk misvel að fóta sig. Á meðal þeirra sem fundu sig ekki var Portúgalinn André Villas-Boas, sem starfaði lengi vel undir stjórn Mourinho hjá Chelsea áður en hann varð sjálfur knattspyrnustjóri. John Terry talking about the time he and a few other Chelsea first team players boycotted their flight until they were moved out of economy and back into first class😳 pic.twitter.com/LI5E4z1QYj— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 25, 2024 Í hlaðvarpsviðtali við Simon Jordan greinir Terry frá því að Villas-Boas hafi misstigið sig strax á fyrsta degi og lent upp á kant við stjörnur liðsins þegar Chelsea var á leið í keppnisferð til austurlanda fjær. „Þegar hann mætti vorum við á leið til Hong Kong og ég sat í almennu farrými, á leið í 13 klukkustunda flug. Josh McEachran, Nathaniel Chalobah og fleiri ungir leikmenn sátu í fyrsta farrými. Þetta var leið Villas-Boas til að sýna að enginn leikmaður væri stærri en hann og allir sætu við sama borð,“ „Ég lét í mér heyra í flugvélinni og sagði að við færum hvergi fyrr en ungu strákarnir yrðu færðir aftur og aðalliðsleikmennirnir sem hafa byggt þetta félag að því sem það er fara fremst,“ segir Terry. Orðaskipti urðu þá villi Terry og Villas-Boas en á endanum varð Terry að ósk sinni. „Hann reyndi að senda skilaboð á fyrsta degi og mistókst strax. Ég get alveg sagt þér það að flugvélin hefði hvergi farið og ef hún hefði farið á þessum forsendum væri það án mín, Frank Lampard og Didier Drogba,“ segir Terry. Netverjar hafa gripið þetta á lofti og gert grín að stælunum í Terry að vilja ekki sætta sig við að sitja í almennu sæti. Um sé að ræða stjörnustæla og yfirgang. Eitt dæmi um slíkt má sjá að neðan. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. John Terry being restrained after he saw Josh McEachran eating some free peanuts in first class https://t.co/yPuGGyNHt0 pic.twitter.com/HCTYeQEBpw— Culture Ultras Football Podcast (@thecultraspod) April 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Sjá meira