„Eins og að fá hníf í bakið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 09:30 Jutta Leerdam hefur unnið mörg verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Getty/Dean Mouhtaropoulos Ein þekktasta skautakona heims er án félags eftir að lið hennar ákvað að hætta samstarfi við hana. Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira
Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Sjá meira