Segir lág laun leikskólakennara mýtu Árni Sæberg skrifar 24. apríl 2024 14:02 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20