Vinsældir Duplantis í Kína eins og Taylor Swift sé mætt á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis setti nýtt heimsmet í Xiamen þegar hann stökk yfir 6,25 metra. Getty/DI YIN Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis setti nýtt heimsmet á Demantamóti í Kína um helgina og það er óhætt að segja að Kínverjar séu hrifnir af sænsku stjörnunni. Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti