Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 23:18 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig geimfarið litla á að líta út þegar segl þess hefur verið tekið í notkun á braut um jörðu. NASA/Aero Animation/Ben Schweighart Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. Umrætt geimfar, ber enska heitið Advanced Composite Solar Sail System og er einungis á stærð við örbylgjuofn. Það á að vera á um þúsund kílómetra hárri sporbraut um jörðina en vonast er til þess að hægt verði að nota sólarsegl geimfarsins til að breyta þeirri sporbraut. Geimfarið á að vera sýnilegt frá jörðinni þegar seglið hefur verið opnað að fullu. Sólargeislar eru myndaðir af ljóseindum og samkvæmt kenningunni eiga þær að lenda á um áttatíu fermetra stóru segli geimfarsins og auka hraða þess. Þannig má komast hjá því að notast við eldsneyti og „sigla“ um geiminn að eilífu. Á vef NASA segir að hægt yrði að nota sólarsegl fyrir geimför sem vakta sólina og „veðrið“ þar. Sólgos geta til að mynda valdið segulstormum sem geta valdið skemmdum hér á jörðinni. Fararmátinn hentar illa fyrir stór geimför, í það minnsta enn sem komið er, en gæti verið notaður til að ferja tiltölulega smá róbóta um langar vegalengdir. Þegar segli geimskipsins er snúið er vonast til þess að sporbraut þess muni breytast og vilja vísindamenn þannig komast að því hvort hægt væri að útfæra tæknina fyrir stærri geimför. Hvernig geimfarið á að virka má sjá á meðfylgjandi myndbandi frá NASA. Geimfarið byggir á nýrri tækni þar sem sólarseglinu verður haldið uppi af örmum úr nýju efni sem er í senn samanbrjótanlegt og sterkt. Einn forsvarsmanna tilraunarinnar segir að hægt sé að brjóta sjö metra langa súlu úr efninu saman svo hún passi í lófa manns. Þetta efni gæti verið hægt að nota til að smíða byggðir og innviði á tunglinu og á Mars í framtíðinni. Heppnist tilraunaverkefnið vonast vísindamenn NASA til þess að næstu í tilraunum þeirra verði notast við mun stærri sólarsegl. Þau eru sögð geta verið allt að tvö þúsund fermetrar að stærð, sem samsvarar um hálfum fótboltavelli. Sjá má geimskotið í spilaranum hér að neðan. Geimurinn Bandaríkin Vísindi Sólin Tengdar fréttir Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Umrætt geimfar, ber enska heitið Advanced Composite Solar Sail System og er einungis á stærð við örbylgjuofn. Það á að vera á um þúsund kílómetra hárri sporbraut um jörðina en vonast er til þess að hægt verði að nota sólarsegl geimfarsins til að breyta þeirri sporbraut. Geimfarið á að vera sýnilegt frá jörðinni þegar seglið hefur verið opnað að fullu. Sólargeislar eru myndaðir af ljóseindum og samkvæmt kenningunni eiga þær að lenda á um áttatíu fermetra stóru segli geimfarsins og auka hraða þess. Þannig má komast hjá því að notast við eldsneyti og „sigla“ um geiminn að eilífu. Á vef NASA segir að hægt yrði að nota sólarsegl fyrir geimför sem vakta sólina og „veðrið“ þar. Sólgos geta til að mynda valdið segulstormum sem geta valdið skemmdum hér á jörðinni. Fararmátinn hentar illa fyrir stór geimför, í það minnsta enn sem komið er, en gæti verið notaður til að ferja tiltölulega smá róbóta um langar vegalengdir. Þegar segli geimskipsins er snúið er vonast til þess að sporbraut þess muni breytast og vilja vísindamenn þannig komast að því hvort hægt væri að útfæra tæknina fyrir stærri geimför. Hvernig geimfarið á að virka má sjá á meðfylgjandi myndbandi frá NASA. Geimfarið byggir á nýrri tækni þar sem sólarseglinu verður haldið uppi af örmum úr nýju efni sem er í senn samanbrjótanlegt og sterkt. Einn forsvarsmanna tilraunarinnar segir að hægt sé að brjóta sjö metra langa súlu úr efninu saman svo hún passi í lófa manns. Þetta efni gæti verið hægt að nota til að smíða byggðir og innviði á tunglinu og á Mars í framtíðinni. Heppnist tilraunaverkefnið vonast vísindamenn NASA til þess að næstu í tilraunum þeirra verði notast við mun stærri sólarsegl. Þau eru sögð geta verið allt að tvö þúsund fermetrar að stærð, sem samsvarar um hálfum fótboltavelli. Sjá má geimskotið í spilaranum hér að neðan.
Geimurinn Bandaríkin Vísindi Sólin Tengdar fréttir Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56
Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43
Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00