„Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Hinrik Wöhler skrifar 23. apríl 2024 22:45 Einar var alls ekki sáttur með hvernig lið sitt lék undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjá meira
Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjá meira