Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 15:55 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins æsa upp kvíða hjá barnafjölskyldum í borginni með gjörningi sínum. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. „Mér finnst þetta ótrúlegur gjörningur. Sjálfstæðisflokkurinn er þarna að kvelja foreldra í Reykjavík með popúlisma og róa á kvíða á barnafólks sem er að bíða í miðju innritunarferli eftir að fá úthlutað plássi. Nú erum við að innrita börn og stærstu hluti þessara 1.600 barna hafa fengið skilaboð frá borginni um að þau séu að fá pláss,“ segir Einar. Þessi hópur 1.600 barna sé afar fjölbreyttur. Það séu eldri börn sem ekki hafa verið í leikskóla, börn sem hafa óskað um flutning á milli leikskóla, börn sem eru að flytja úr öðru sveitarfélagi og svo börn sem hafa ekki fengið pláss. „Þessi gjörningur gerir lítið úr vanda sem barnafólk, í Reykjavík og annars staðar, glímir við,“ segir Einar og heldur áfram: „Innritunin er í gangi og við sjáum þegar henni lýkur hversu mörg börn standa eftir. Þá getum við fyrst farið að tala um biðlista. Nú eru þetta umsóknir í kerfinu. Að tala um 1.600 börn á biðlista er óheiðarlegt gagnvart fjölskyldunum sem eru í óvissu hvort þau fái pláss eða ekki. Mér finnst það gera lítið úr vandanaum með því að stilla þessu svona upp og þau ekki sýna foreldrum nægjanlega tillitssemi. Þau eru að æsa upp kvíða hjá barnafjölskyldum. Mér finnst þetta ekki í lagi.“ Lélegt framlag í leikskólamálin Hann segir þetta enn eitt dæmið um það hversu mikil áskorun það er að byggja upp traust á störfum borgarstjórnar. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum.“ Hildur Björnsdóttir lagði sjálf vettlinga á gólfið í ráðhúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Einar segir að á síðasta borgarstjórnarfundi hafi oddvita Sjálfstæðisflokksins verið tíðrætt um mönnunarvanda á leikskólum. „Svo eyðir hún tíma sínum í morgun í þetta. Ég skil ekki hvaða erindi Sjálfstæðisflokkurinn á í borgarmálin ef þetta er hans framlag til leikskólamála.“ Hann segir að það sé pólitísk forysta þar sem sé samstaða um að tryggja fólki pláss, tryggja mönnun og gott leikskólastarf. „Þessi gjörningur hefur einfaldlega enga þýðingu fyrir það verkefni.“ Ljúka innritun 10. maí Reykjavíkurborg vinnur nú að því að innrita börn í leikskóla borgarinnar. Fram kom í tilkynningu frá borginni þann 20. mars að úthlutun væri að hefjast og að henni yrði að mestu lokið í kringum 10. maí. Einar segist ekki hafa upplýsingar um stöðuna eins og hún er núna. Það muni liggja fyrir 10. maí hver staðan er. Hvað varðar gagnrýni oddvita Sjálfstæðisflokksins á það að meirihlutinn hafi tekið illa í hugmyndir þeirra eins og um heimgreiðslur eða tilraunaverkefni að byrja skólagöngu barna fimm ára segir Einar það ekki rétt að þeim hafi verið öllum illa tekið. Það sé, til dæmis, verið að vinna að endurskoðun umgjörðar leikskólastarfsins á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það hafi verið eitt af því sem kom fram í samkomulagi við gerð nýrra kjarasamninga á dögunum. Hugmyndir um að taka börn fimm ára inn í grunnskólakerfið séu hluti af því. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ segir Einar. Hvað varðar heimgreiðslurnar segir hann að Framsóknarflokkurinn hafi stutt hugmyndina en að deilt sé um það innan meirihlutans. „En þó er verið að rýna kosti og galla slíkra aðgerða á vettvangi stýrihóps sem við settum í gang á þessu kjörtímabili,“ segir Einar. Stýrihópurinn hafi það verkefni að skoða velferð barna á aldrinum núll til sex ára. Hann útiloki því ekkert og taki þvert á móti vel á móti öllum hugmyndum frá Sjálfstæðisflokknum til að leysa leikskólavandann. „Það er verið að kvelja foreldra með því að stilla þessu svona upp. Mér finnst það ekki sanngjarnt þegar fólk er að bíða eftir svari um leikskólapláss. Þau ættu að tímanum sínum í eitthvað skynsamlegra en svona vitleysu.“ Börnum fækkað Oddviti Sjálfstæðisflokksins benti á það fyrr í dag að börnum í borginni hefði fækkað á tímabilinu 2014 til 2023 en á sama tíma væri vandinn alltaf að verða meiri. Einar segir að sífellt sé verið að fjölga leikskólaplássum. Á örfáum árum hafi þúsund pláss bæst við og það sé verið að byggja leikskóla á hverju ári. „Við erum í mjög mikilli sókn. Við forgangsröðuðum fjármagni í nýbyggingar leikskóla og erum á sama tíma í mjög umfangsmiklu viðhaldsátaki á eldri leikskólum. Það er bæði fjármagn og pólitísk forysta í þessum málaflokki. Þess vegna þarf enga vettlinga til að minna mig á þetta verkefni. Við erum með þetta á borðinu hér í borginni á hverjum degi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlegur gjörningur. Sjálfstæðisflokkurinn er þarna að kvelja foreldra í Reykjavík með popúlisma og róa á kvíða á barnafólks sem er að bíða í miðju innritunarferli eftir að fá úthlutað plássi. Nú erum við að innrita börn og stærstu hluti þessara 1.600 barna hafa fengið skilaboð frá borginni um að þau séu að fá pláss,“ segir Einar. Þessi hópur 1.600 barna sé afar fjölbreyttur. Það séu eldri börn sem ekki hafa verið í leikskóla, börn sem hafa óskað um flutning á milli leikskóla, börn sem eru að flytja úr öðru sveitarfélagi og svo börn sem hafa ekki fengið pláss. „Þessi gjörningur gerir lítið úr vanda sem barnafólk, í Reykjavík og annars staðar, glímir við,“ segir Einar og heldur áfram: „Innritunin er í gangi og við sjáum þegar henni lýkur hversu mörg börn standa eftir. Þá getum við fyrst farið að tala um biðlista. Nú eru þetta umsóknir í kerfinu. Að tala um 1.600 börn á biðlista er óheiðarlegt gagnvart fjölskyldunum sem eru í óvissu hvort þau fái pláss eða ekki. Mér finnst það gera lítið úr vandanaum með því að stilla þessu svona upp og þau ekki sýna foreldrum nægjanlega tillitssemi. Þau eru að æsa upp kvíða hjá barnafjölskyldum. Mér finnst þetta ekki í lagi.“ Lélegt framlag í leikskólamálin Hann segir þetta enn eitt dæmið um það hversu mikil áskorun það er að byggja upp traust á störfum borgarstjórnar. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum.“ Hildur Björnsdóttir lagði sjálf vettlinga á gólfið í ráðhúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Einar segir að á síðasta borgarstjórnarfundi hafi oddvita Sjálfstæðisflokksins verið tíðrætt um mönnunarvanda á leikskólum. „Svo eyðir hún tíma sínum í morgun í þetta. Ég skil ekki hvaða erindi Sjálfstæðisflokkurinn á í borgarmálin ef þetta er hans framlag til leikskólamála.“ Hann segir að það sé pólitísk forysta þar sem sé samstaða um að tryggja fólki pláss, tryggja mönnun og gott leikskólastarf. „Þessi gjörningur hefur einfaldlega enga þýðingu fyrir það verkefni.“ Ljúka innritun 10. maí Reykjavíkurborg vinnur nú að því að innrita börn í leikskóla borgarinnar. Fram kom í tilkynningu frá borginni þann 20. mars að úthlutun væri að hefjast og að henni yrði að mestu lokið í kringum 10. maí. Einar segist ekki hafa upplýsingar um stöðuna eins og hún er núna. Það muni liggja fyrir 10. maí hver staðan er. Hvað varðar gagnrýni oddvita Sjálfstæðisflokksins á það að meirihlutinn hafi tekið illa í hugmyndir þeirra eins og um heimgreiðslur eða tilraunaverkefni að byrja skólagöngu barna fimm ára segir Einar það ekki rétt að þeim hafi verið öllum illa tekið. Það sé, til dæmis, verið að vinna að endurskoðun umgjörðar leikskólastarfsins á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það hafi verið eitt af því sem kom fram í samkomulagi við gerð nýrra kjarasamninga á dögunum. Hugmyndir um að taka börn fimm ára inn í grunnskólakerfið séu hluti af því. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ segir Einar. Hvað varðar heimgreiðslurnar segir hann að Framsóknarflokkurinn hafi stutt hugmyndina en að deilt sé um það innan meirihlutans. „En þó er verið að rýna kosti og galla slíkra aðgerða á vettvangi stýrihóps sem við settum í gang á þessu kjörtímabili,“ segir Einar. Stýrihópurinn hafi það verkefni að skoða velferð barna á aldrinum núll til sex ára. Hann útiloki því ekkert og taki þvert á móti vel á móti öllum hugmyndum frá Sjálfstæðisflokknum til að leysa leikskólavandann. „Það er verið að kvelja foreldra með því að stilla þessu svona upp. Mér finnst það ekki sanngjarnt þegar fólk er að bíða eftir svari um leikskólapláss. Þau ættu að tímanum sínum í eitthvað skynsamlegra en svona vitleysu.“ Börnum fækkað Oddviti Sjálfstæðisflokksins benti á það fyrr í dag að börnum í borginni hefði fækkað á tímabilinu 2014 til 2023 en á sama tíma væri vandinn alltaf að verða meiri. Einar segir að sífellt sé verið að fjölga leikskólaplássum. Á örfáum árum hafi þúsund pláss bæst við og það sé verið að byggja leikskóla á hverju ári. „Við erum í mjög mikilli sókn. Við forgangsröðuðum fjármagni í nýbyggingar leikskóla og erum á sama tíma í mjög umfangsmiklu viðhaldsátaki á eldri leikskólum. Það er bæði fjármagn og pólitísk forysta í þessum málaflokki. Þess vegna þarf enga vettlinga til að minna mig á þetta verkefni. Við erum með þetta á borðinu hér í borginni á hverjum degi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira