Ákærðir fyrir þaulskipulagða skotárás gegn feðginum á aðfangadag Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 13:45 Árásin átti sér stað í Hafnarfirði á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir vegna skotárásar sem átti sér stað á aðfangadag, 24 desember, í fyrra. Einn þeirra er grunaður um að hafa framið sjálfa árásina og er ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Hinir tveir eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotunum. Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira