Viðskipti innlent

Anna Kristín nýr fram­kvæmda­stjóri hjá atNorth

Atli Ísleifsson skrifar
Anna Kristín Pálsdóttir.
Anna Kristín Pálsdóttir. Aðsend

Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth.

Í tilkynningu segir að Anna Kristín hafi þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Þar segir að hún muni leiða vinnu við staðarval, hönnun og afhendingu nýrra gagnavera félagsins á Norðurlöndum.

„Anna Kristín kemur til atNorth frá Marel þar sem hún hefur starfað frá árinu 2015. Hjá Marel gegndi hún ýmsum leiðtogastörfum, bæði í Evrópu og Norður- Ameríku. Nú síðast sem framkvæmdastjóri nýsköpunar samhliða því að leiða sölu- og þjónustustarfsemi félagsins sem framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórnum fyrirtækja.“ segir í tilkynningunni. 

Anna Kristín útskrifaðist með M.Sc. í Global Production Engineering frá Tækniháskólanum í Berlín árið 2015. Þá er hún með B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×