Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 15:27 Trump á leið í dómsal á Manhattan í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag. Réttarhöldin yfir Trump eru söguleg þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur sem hann lét fyrirtæki sitt inna af hendi til að kaupa þögn Stephanie Clifford, klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir kosningarnar 2016. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, er sagður hafa greitt konunni en fyrirtækið síðan endurgreitt honum kostnaðinn. Matthew Colangelo, einn saksóknaranna í málinu, sagði að endurgreiðslur fyrirtækis Trump til Cohen hefðu verið ranglega skráðar sem lögfræðikostnaður í bókhaldi. „Sakborningurinn falsaði þessi viðskiptaskjöl vegna þess að hann vildi hylma yfir eigin glæpi og annarra,“ sagði Colangelo í opnunarræðu sinni. Trump í dómsal á föstudag þegar lokað var við að skipa kviðdóm og varamenn í málinu gegn honum.AP/Curtis Means Fyrsta vitni ákæruvaldsins er David Pecker, þáverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer. Saksóknarar halda því fram að Pecker og Trump hafi gert með sér samkomulag skömmu eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt til forseta um að blaðið hjálpaði honum að þagga niður möguleg hneykslismál. Þannig greiddi Trump ekki aðeins Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, fyrir að þegja heldur einnig Karen McDougal, fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, sem hélt því fram að þau Trump hafi átt í árslöngu sambandi við Trump eftir að hann giftist Melaniu, eiginkonu sinni. Mál saksóknarans á Manhattan byggir á því að Trump hefði greitt konunum til þess að koma í veg fyrir álitshnekki í kosningabaráttunni, ekki síst í kjölfar birtingar gamallar upptöku þar sem hann heyrðist tala fjálglega um að hann gæti ráðist á konur kynferðislega án afleiðinga í krafti frægðar sinnar. Greiðslurnar hafi þannig tengst framboði hans og átt að vera gefnar upp sem slíkar. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Réttarhöldin yfir Trump eru söguleg þar sem þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur sem hann lét fyrirtæki sitt inna af hendi til að kaupa þögn Stephanie Clifford, klámstjörnu sem hélt því fram að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir kosningarnar 2016. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, er sagður hafa greitt konunni en fyrirtækið síðan endurgreitt honum kostnaðinn. Matthew Colangelo, einn saksóknaranna í málinu, sagði að endurgreiðslur fyrirtækis Trump til Cohen hefðu verið ranglega skráðar sem lögfræðikostnaður í bókhaldi. „Sakborningurinn falsaði þessi viðskiptaskjöl vegna þess að hann vildi hylma yfir eigin glæpi og annarra,“ sagði Colangelo í opnunarræðu sinni. Trump í dómsal á föstudag þegar lokað var við að skipa kviðdóm og varamenn í málinu gegn honum.AP/Curtis Means Fyrsta vitni ákæruvaldsins er David Pecker, þáverandi útgefandi slúðurritsins National Enquirer. Saksóknarar halda því fram að Pecker og Trump hafi gert með sér samkomulag skömmu eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt til forseta um að blaðið hjálpaði honum að þagga niður möguleg hneykslismál. Þannig greiddi Trump ekki aðeins Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, fyrir að þegja heldur einnig Karen McDougal, fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, sem hélt því fram að þau Trump hafi átt í árslöngu sambandi við Trump eftir að hann giftist Melaniu, eiginkonu sinni. Mál saksóknarans á Manhattan byggir á því að Trump hefði greitt konunum til þess að koma í veg fyrir álitshnekki í kosningabaráttunni, ekki síst í kjölfar birtingar gamallar upptöku þar sem hann heyrðist tala fjálglega um að hann gæti ráðist á konur kynferðislega án afleiðinga í krafti frægðar sinnar. Greiðslurnar hafi þannig tengst framboði hans og átt að vera gefnar upp sem slíkar.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30