„Kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan var“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 12:00 David Moyes var vægast sagt ósáttur við Hamrana sína í gær. getty/Rob Newell David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, skammaðist sín og gagnrýndi leikmenn liðsins eftir tapið stóra fyrir Crystal Palace, 5-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. West Ham féll úr leik fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og mætti svo Palace á Selhurst Park í gær. Hamrarnir sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu 5-0 undir. Þeir töpuðu leiknum á endanum, 5-2, og Moyes baunaði á sína menn eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var það versta sem ég hef séð til okkar. Við höfum átt nokkra svona svipaða leiki á tímabilinu þar sem ég trúi ekki því sem ég sé frá mínu liði,“ sagði Skotinn. „Ég held að liðið hafi ekki sýnt jafn slaka frammistöðu í 3-4 leikjum í vetur þau þrjú ár sem ég hef verið hérna. Fyrri hálfleikurinn var óásættanlegur. Við höfum tapað mörgum leikjum og sumum stórt en tilfinningin hefur ekki verið eins og í ár.“ Moyes hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Ég er ekki að afsaka neitt . Leikmönnunum var hrósað fyrir frammistöðuna á fimmtudaginn. En ég kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan í dag var,“ sagði Moyes. „Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmannanna sem komu að sjá okkur og í sannleika sagt skammast ég mín fyrir að tala fyrir hönd liðsins og hvernig þeir spiluðu en ég er stjórinn. Ég verð að segja að ég hef ekki stýrt mörgum liðum á ferlinum sem hafa spilað svona.“ Moyes verður samningslaus í sumar og óvíst er hvort hann heldur áfram hjá West Ham. Hann tók í annað sinn við liðinu í desember 2019 og stýrði því til sigurs í Sambandsdeildinni í fyrra. Það var fyrsti stóri titill West Ham í 43 ár. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
West Ham féll úr leik fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og mætti svo Palace á Selhurst Park í gær. Hamrarnir sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu 5-0 undir. Þeir töpuðu leiknum á endanum, 5-2, og Moyes baunaði á sína menn eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var það versta sem ég hef séð til okkar. Við höfum átt nokkra svona svipaða leiki á tímabilinu þar sem ég trúi ekki því sem ég sé frá mínu liði,“ sagði Skotinn. „Ég held að liðið hafi ekki sýnt jafn slaka frammistöðu í 3-4 leikjum í vetur þau þrjú ár sem ég hef verið hérna. Fyrri hálfleikurinn var óásættanlegur. Við höfum tapað mörgum leikjum og sumum stórt en tilfinningin hefur ekki verið eins og í ár.“ Moyes hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Ég er ekki að afsaka neitt . Leikmönnunum var hrósað fyrir frammistöðuna á fimmtudaginn. En ég kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan í dag var,“ sagði Moyes. „Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmannanna sem komu að sjá okkur og í sannleika sagt skammast ég mín fyrir að tala fyrir hönd liðsins og hvernig þeir spiluðu en ég er stjórinn. Ég verð að segja að ég hef ekki stýrt mörgum liðum á ferlinum sem hafa spilað svona.“ Moyes verður samningslaus í sumar og óvíst er hvort hann heldur áfram hjá West Ham. Hann tók í annað sinn við liðinu í desember 2019 og stýrði því til sigurs í Sambandsdeildinni í fyrra. Það var fyrsti stóri titill West Ham í 43 ár.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira