Ætla að endurreisa Børsen „sama hvað“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 12:00 Slökkvistarf stendur enn yfir á svæðinu og gert er ráð fyrir að það því ljúki á mánudagsmorgun. EPA Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverv), hafa tekið á rás að byggingunni um leið og hann heyrði af brunanum. Auk slökkviliðsmanna og samstarfsmanna hafi hann farið inn í bygginguna til þess að bjarga verðmætum. Þá segir hann viðbragðsaðila hafa náð að bjarga megninu af minjagripunum inni í byggingunni, að utantalinni styttu af Kristjáni fjórða sem vó tvö tonn. Mikkelsen segir mikilvægt að Børsen verði byggð í sömu mynd og upprunalega byggingin. „Fyrir mér ætti að byggja hana aftur nákvæmlega eins og Kristján fjórði byggði hana á sínum tíma,“ segir hann. Búist er við að endurbygging Børsen komi til með að kosta meira en milljarð danskra króna, eða tuttugu milljarða íslenskra króna. Mikkelsen segir þó mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa heitið að leggja hönd á plóg við fjármögnun nýrrar bygingar. Hann sé hrærður yfir stuðningnum. Sophie Hæstorp Andersen borgarstjóri í Kaupmannahöfn hefur að auki talað fyrir því að gamla kauphöllin verði endurbyggð. Hún hefur sett sig í samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra í París, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um endurbæturnar á Notre Dame, en stefnt er á að framkvæmdum við dómkirkjuna ljúki seinna á árinu. Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Í samtali við breska ríkisútvarpið segist Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverv), hafa tekið á rás að byggingunni um leið og hann heyrði af brunanum. Auk slökkviliðsmanna og samstarfsmanna hafi hann farið inn í bygginguna til þess að bjarga verðmætum. Þá segir hann viðbragðsaðila hafa náð að bjarga megninu af minjagripunum inni í byggingunni, að utantalinni styttu af Kristjáni fjórða sem vó tvö tonn. Mikkelsen segir mikilvægt að Børsen verði byggð í sömu mynd og upprunalega byggingin. „Fyrir mér ætti að byggja hana aftur nákvæmlega eins og Kristján fjórði byggði hana á sínum tíma,“ segir hann. Búist er við að endurbygging Børsen komi til með að kosta meira en milljarð danskra króna, eða tuttugu milljarða íslenskra króna. Mikkelsen segir þó mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa heitið að leggja hönd á plóg við fjármögnun nýrrar bygingar. Hann sé hrærður yfir stuðningnum. Sophie Hæstorp Andersen borgarstjóri í Kaupmannahöfn hefur að auki talað fyrir því að gamla kauphöllin verði endurbyggð. Hún hefur sett sig í samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra í París, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um endurbæturnar á Notre Dame, en stefnt er á að framkvæmdum við dómkirkjuna ljúki seinna á árinu.
Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27
Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39