„Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 13:32 María Eva Eyjólfsdóttir og félagar í Þrótti mæta til leiks búnar að missa marga lykilmenn og með nýjan reynslumiklann þjálfara úr karlaboltanum. Ólafur Kristjánsson er mættur í kvennaboltann og sérfræðingar Bestu markanna bíða spenntar eftir því að sjá hvort prófessorinn kunni kvennafræðin jafnvel og karlafræðin. Þetta er náttúrulega áfram bara fótbolti og þar hefur Ólafur sýnt að hann er meistaraþjálfari. Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað í dag og það er mögum spurningum ósvarað fyrir sumarið enda miklar breytingar á mörgum liðum. Það eru líklega ekki fleiri spurningarmerki um neitt lið heldur en lið Þróttar í Laugardal sem hefur vaxið og dafnað mikið undanfarin ár. Nú hefur margt breyst í Laugardalnum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum fóru vel yfir öll liðin í upphitunarþættinum og þar á meðal ræddu þær Þróttaraliðið og allar þessar breytingar. Þær eru mjög spenntar fyrir að sjá það hvernig Ólafi Kristjánssyni tekst upp í kvennaboltanum. Mist Rúnarsdóttir er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar.S2 Sport Ólafur hefur mikla reynslu af því að þjálfa í íslenska karlaboltanum en reynir nú fyrir sér sem þjálfari í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn. Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið Sérfræðingar Helenu fóru yfir uppgang Þróttar síðustu ár en Nik Chamberlain fór með liðið upp úr miðri b-deild og gerði það að toppliði í Bestu deildinni þar sem Þróttur bætti besti árangur félagsins í bæði deild og bikar. „Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið. Í fyrra voru þær að halda áfram að því leytinu til, að mér fannst, að þær voru að taka stóru liðin. Þær unnu Val í bikarnum og unnu Blikana alla vega tvisvar yfir tímabilið. Þær voru að vinna þessa mikilvægu sigra sem er svo mikilvægt þegar þú ert í þessu uppgangsferli í átt að titlinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Upphitun Bestu markanna: Óli Kristjáns og breytingarnar á Þróttaraliðinu „Svo urðu bara vendingar í haust. Ég er enginn Þróttari en Mist er það hér á minni hægri hönd. Það var eitthvað sem kom mér alla vega mjög mikið á óvart. Það getur verið styrkleiki að gera breytingar og fá einn nýtt þjálfarateymi. Það getur tekið tíma,“ sagði Margrét Lára. Þetta er Ólafur Kristjánsson „Þetta er Ólafur Kristjánsson og við sem þekkjum hann þá vill hann spila fótbolta og spila fótbolta á ákveðinn hátt. Svo er það spurningin hversu langan tíma tekur það og er þolinmæði á staðnum og eru leikmenn að skilja það sem hann er að leggja fyrir. Það er ákveðinn styrkleiki að hafa Ólaf Kristjánsson sem þjálfara en hvenær mun sá styrkleiki koma fram,“ sagði Margrét Lára. Ólafur Kristjánsson er tekinn við Þróttaraliðinu.Stöð 2 Sport Helena spurði Þróttarann og fótboltasérfræðinginn Mist Rúnarsdóttur um hvernig henni lítist á nýja manninn í brúnni í Laugardalnum. „Ég hef lítið verið í Laugardalnum en er mjög virkur meðlimur í Köttaraspjallinu, fylgist vel með og hlera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Ég skal orða þannig. Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel. Ég var komin með smá púls strax og svona. Heyrðist það líka bara á fólkinu sem ég var að hlera í Dalnum. Það er allt annað útlit núna,“ sagði Mist. Hrikalega spennandi lið í mótun „Það er búinn að vera mjög mikill stígandi í leik liðsins. Hópurinn er að taka á sig skemmtilega mynd og Óli er að gera mjög spennandi hluti þarna. Ég held að við séum að sjá hrikalega spennandi lið í mótun,“ sagði Mist. Hún talar líka um alla leikmennina sem Þróttur er búið að missa. Hér fyrir ofan má sjá uppfjöllunina um Þróttaraliðið og nýja þjálfara þess Ólaf Kristjánsson. Fyrsti leikur Bestu deildar kvenna er leikur Vals og Þór/KA í dag sem hefst klukkan 15.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Fyrsti leikur Þróttarakvenna er á móti Fylki á morgun sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.15. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað í dag og það er mögum spurningum ósvarað fyrir sumarið enda miklar breytingar á mörgum liðum. Það eru líklega ekki fleiri spurningarmerki um neitt lið heldur en lið Þróttar í Laugardal sem hefur vaxið og dafnað mikið undanfarin ár. Nú hefur margt breyst í Laugardalnum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum fóru vel yfir öll liðin í upphitunarþættinum og þar á meðal ræddu þær Þróttaraliðið og allar þessar breytingar. Þær eru mjög spenntar fyrir að sjá það hvernig Ólafi Kristjánssyni tekst upp í kvennaboltanum. Mist Rúnarsdóttir er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar.S2 Sport Ólafur hefur mikla reynslu af því að þjálfa í íslenska karlaboltanum en reynir nú fyrir sér sem þjálfari í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn. Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið Sérfræðingar Helenu fóru yfir uppgang Þróttar síðustu ár en Nik Chamberlain fór með liðið upp úr miðri b-deild og gerði það að toppliði í Bestu deildinni þar sem Þróttur bætti besti árangur félagsins í bæði deild og bikar. „Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið. Í fyrra voru þær að halda áfram að því leytinu til, að mér fannst, að þær voru að taka stóru liðin. Þær unnu Val í bikarnum og unnu Blikana alla vega tvisvar yfir tímabilið. Þær voru að vinna þessa mikilvægu sigra sem er svo mikilvægt þegar þú ert í þessu uppgangsferli í átt að titlinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Upphitun Bestu markanna: Óli Kristjáns og breytingarnar á Þróttaraliðinu „Svo urðu bara vendingar í haust. Ég er enginn Þróttari en Mist er það hér á minni hægri hönd. Það var eitthvað sem kom mér alla vega mjög mikið á óvart. Það getur verið styrkleiki að gera breytingar og fá einn nýtt þjálfarateymi. Það getur tekið tíma,“ sagði Margrét Lára. Þetta er Ólafur Kristjánsson „Þetta er Ólafur Kristjánsson og við sem þekkjum hann þá vill hann spila fótbolta og spila fótbolta á ákveðinn hátt. Svo er það spurningin hversu langan tíma tekur það og er þolinmæði á staðnum og eru leikmenn að skilja það sem hann er að leggja fyrir. Það er ákveðinn styrkleiki að hafa Ólaf Kristjánsson sem þjálfara en hvenær mun sá styrkleiki koma fram,“ sagði Margrét Lára. Ólafur Kristjánsson er tekinn við Þróttaraliðinu.Stöð 2 Sport Helena spurði Þróttarann og fótboltasérfræðinginn Mist Rúnarsdóttur um hvernig henni lítist á nýja manninn í brúnni í Laugardalnum. „Ég hef lítið verið í Laugardalnum en er mjög virkur meðlimur í Köttaraspjallinu, fylgist vel með og hlera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Ég skal orða þannig. Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel. Ég var komin með smá púls strax og svona. Heyrðist það líka bara á fólkinu sem ég var að hlera í Dalnum. Það er allt annað útlit núna,“ sagði Mist. Hrikalega spennandi lið í mótun „Það er búinn að vera mjög mikill stígandi í leik liðsins. Hópurinn er að taka á sig skemmtilega mynd og Óli er að gera mjög spennandi hluti þarna. Ég held að við séum að sjá hrikalega spennandi lið í mótun,“ sagði Mist. Hún talar líka um alla leikmennina sem Þróttur er búið að missa. Hér fyrir ofan má sjá uppfjöllunina um Þróttaraliðið og nýja þjálfara þess Ólaf Kristjánsson. Fyrsti leikur Bestu deildar kvenna er leikur Vals og Þór/KA í dag sem hefst klukkan 15.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Fyrsti leikur Þróttarakvenna er á móti Fylki á morgun sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.15.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira