„Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 13:32 María Eva Eyjólfsdóttir og félagar í Þrótti mæta til leiks búnar að missa marga lykilmenn og með nýjan reynslumiklann þjálfara úr karlaboltanum. Ólafur Kristjánsson er mættur í kvennaboltann og sérfræðingar Bestu markanna bíða spenntar eftir því að sjá hvort prófessorinn kunni kvennafræðin jafnvel og karlafræðin. Þetta er náttúrulega áfram bara fótbolti og þar hefur Ólafur sýnt að hann er meistaraþjálfari. Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað í dag og það er mögum spurningum ósvarað fyrir sumarið enda miklar breytingar á mörgum liðum. Það eru líklega ekki fleiri spurningarmerki um neitt lið heldur en lið Þróttar í Laugardal sem hefur vaxið og dafnað mikið undanfarin ár. Nú hefur margt breyst í Laugardalnum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum fóru vel yfir öll liðin í upphitunarþættinum og þar á meðal ræddu þær Þróttaraliðið og allar þessar breytingar. Þær eru mjög spenntar fyrir að sjá það hvernig Ólafi Kristjánssyni tekst upp í kvennaboltanum. Mist Rúnarsdóttir er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar.S2 Sport Ólafur hefur mikla reynslu af því að þjálfa í íslenska karlaboltanum en reynir nú fyrir sér sem þjálfari í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn. Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið Sérfræðingar Helenu fóru yfir uppgang Þróttar síðustu ár en Nik Chamberlain fór með liðið upp úr miðri b-deild og gerði það að toppliði í Bestu deildinni þar sem Þróttur bætti besti árangur félagsins í bæði deild og bikar. „Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið. Í fyrra voru þær að halda áfram að því leytinu til, að mér fannst, að þær voru að taka stóru liðin. Þær unnu Val í bikarnum og unnu Blikana alla vega tvisvar yfir tímabilið. Þær voru að vinna þessa mikilvægu sigra sem er svo mikilvægt þegar þú ert í þessu uppgangsferli í átt að titlinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Upphitun Bestu markanna: Óli Kristjáns og breytingarnar á Þróttaraliðinu „Svo urðu bara vendingar í haust. Ég er enginn Þróttari en Mist er það hér á minni hægri hönd. Það var eitthvað sem kom mér alla vega mjög mikið á óvart. Það getur verið styrkleiki að gera breytingar og fá einn nýtt þjálfarateymi. Það getur tekið tíma,“ sagði Margrét Lára. Þetta er Ólafur Kristjánsson „Þetta er Ólafur Kristjánsson og við sem þekkjum hann þá vill hann spila fótbolta og spila fótbolta á ákveðinn hátt. Svo er það spurningin hversu langan tíma tekur það og er þolinmæði á staðnum og eru leikmenn að skilja það sem hann er að leggja fyrir. Það er ákveðinn styrkleiki að hafa Ólaf Kristjánsson sem þjálfara en hvenær mun sá styrkleiki koma fram,“ sagði Margrét Lára. Ólafur Kristjánsson er tekinn við Þróttaraliðinu.Stöð 2 Sport Helena spurði Þróttarann og fótboltasérfræðinginn Mist Rúnarsdóttur um hvernig henni lítist á nýja manninn í brúnni í Laugardalnum. „Ég hef lítið verið í Laugardalnum en er mjög virkur meðlimur í Köttaraspjallinu, fylgist vel með og hlera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Ég skal orða þannig. Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel. Ég var komin með smá púls strax og svona. Heyrðist það líka bara á fólkinu sem ég var að hlera í Dalnum. Það er allt annað útlit núna,“ sagði Mist. Hrikalega spennandi lið í mótun „Það er búinn að vera mjög mikill stígandi í leik liðsins. Hópurinn er að taka á sig skemmtilega mynd og Óli er að gera mjög spennandi hluti þarna. Ég held að við séum að sjá hrikalega spennandi lið í mótun,“ sagði Mist. Hún talar líka um alla leikmennina sem Þróttur er búið að missa. Hér fyrir ofan má sjá uppfjöllunina um Þróttaraliðið og nýja þjálfara þess Ólaf Kristjánsson. Fyrsti leikur Bestu deildar kvenna er leikur Vals og Þór/KA í dag sem hefst klukkan 15.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Fyrsti leikur Þróttarakvenna er á móti Fylki á morgun sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.15. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað í dag og það er mögum spurningum ósvarað fyrir sumarið enda miklar breytingar á mörgum liðum. Það eru líklega ekki fleiri spurningarmerki um neitt lið heldur en lið Þróttar í Laugardal sem hefur vaxið og dafnað mikið undanfarin ár. Nú hefur margt breyst í Laugardalnum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum fóru vel yfir öll liðin í upphitunarþættinum og þar á meðal ræddu þær Þróttaraliðið og allar þessar breytingar. Þær eru mjög spenntar fyrir að sjá það hvernig Ólafi Kristjánssyni tekst upp í kvennaboltanum. Mist Rúnarsdóttir er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar.S2 Sport Ólafur hefur mikla reynslu af því að þjálfa í íslenska karlaboltanum en reynir nú fyrir sér sem þjálfari í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn. Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið Sérfræðingar Helenu fóru yfir uppgang Þróttar síðustu ár en Nik Chamberlain fór með liðið upp úr miðri b-deild og gerði það að toppliði í Bestu deildinni þar sem Þróttur bætti besti árangur félagsins í bæði deild og bikar. „Liðið er búið að vera á mjög mikilli uppleið. Í fyrra voru þær að halda áfram að því leytinu til, að mér fannst, að þær voru að taka stóru liðin. Þær unnu Val í bikarnum og unnu Blikana alla vega tvisvar yfir tímabilið. Þær voru að vinna þessa mikilvægu sigra sem er svo mikilvægt þegar þú ert í þessu uppgangsferli í átt að titlinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Upphitun Bestu markanna: Óli Kristjáns og breytingarnar á Þróttaraliðinu „Svo urðu bara vendingar í haust. Ég er enginn Þróttari en Mist er það hér á minni hægri hönd. Það var eitthvað sem kom mér alla vega mjög mikið á óvart. Það getur verið styrkleiki að gera breytingar og fá einn nýtt þjálfarateymi. Það getur tekið tíma,“ sagði Margrét Lára. Þetta er Ólafur Kristjánsson „Þetta er Ólafur Kristjánsson og við sem þekkjum hann þá vill hann spila fótbolta og spila fótbolta á ákveðinn hátt. Svo er það spurningin hversu langan tíma tekur það og er þolinmæði á staðnum og eru leikmenn að skilja það sem hann er að leggja fyrir. Það er ákveðinn styrkleiki að hafa Ólaf Kristjánsson sem þjálfara en hvenær mun sá styrkleiki koma fram,“ sagði Margrét Lára. Ólafur Kristjánsson er tekinn við Þróttaraliðinu.Stöð 2 Sport Helena spurði Þróttarann og fótboltasérfræðinginn Mist Rúnarsdóttur um hvernig henni lítist á nýja manninn í brúnni í Laugardalnum. „Ég hef lítið verið í Laugardalnum en er mjög virkur meðlimur í Köttaraspjallinu, fylgist vel með og hlera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Ég skal orða þannig. Í sólbaði í Kólumbíu í janúar þá leið mér ekkert sérstaklega vel. Ég var komin með smá púls strax og svona. Heyrðist það líka bara á fólkinu sem ég var að hlera í Dalnum. Það er allt annað útlit núna,“ sagði Mist. Hrikalega spennandi lið í mótun „Það er búinn að vera mjög mikill stígandi í leik liðsins. Hópurinn er að taka á sig skemmtilega mynd og Óli er að gera mjög spennandi hluti þarna. Ég held að við séum að sjá hrikalega spennandi lið í mótun,“ sagði Mist. Hún talar líka um alla leikmennina sem Þróttur er búið að missa. Hér fyrir ofan má sjá uppfjöllunina um Þróttaraliðið og nýja þjálfara þess Ólaf Kristjánsson. Fyrsti leikur Bestu deildar kvenna er leikur Vals og Þór/KA í dag sem hefst klukkan 15.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Fyrsti leikur Þróttarakvenna er á móti Fylki á morgun sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.15.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira