Platan er hennar ellefta og inniheldur 31 lag. Swift hafði áður sagt aðdáendum sínum að á plötunni væru alls sextán lög og á föstudagsmorguninn birtist sextán laga plata á allar helstu streymisveitur. Nokkrum klukkustundum síðar bættust fimmtán lög óvænt við plötuna, aðdáendum til mikillar hamingju.
Sjá einnig: Kom öllum á óvart með fleiri lögum í nótt
Á X segir söngkonan plötuna vera safn nýrra laga sem endurspegla atburði, skoðanir og tilfinningar frá tímabili í lífi hennar sem var að hennar sögn bæði athyglisvert og sorglegt. Erlend slúðurblöð segja að stærsti innblástur söngkonunnar hafi verið fyrrverandi kærasti hennar, leikarinn Joe Alwyn, en þau voru kærustupar í sex ár.
The Tortured Poets Department. An anthology of new works that reflect events, opinions and sentiments from a fleeting and fatalistic moment in time - one that was both sensational and sorrowful in equal measure. This period of the author s life is now over, the chapter closed and pic.twitter.com/41OObGyJDW
— Taylor Swift (@taylorswift13) April 19, 2024
Swift hefur nú átt í ástarsambandi með NFL-leikmanninum Travis Kelce í tæplega hálft ár. Parið hefur látið vel hvort af öðru og er aldrei að vita hvort hann verði innblástur næstu plötu.