American Idol-söngkonan Mandisa er látin Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2024 10:39 Mandisa á verðlaunahátíð 2014. AP Bandaríska söngkonan Mandisa, sem vakti athygli í fimmtu þáttaröð American Idol, er látin, 47 ára að aldri. Mandisa hafnaði í níunda sæti fimmtu þáttaraðarinnar þar sem söngarinn Taylor Hicks stóð uppi sem sigurvegari. Eftir að Idol-ævintýri Mandisu lauk gerði hún garðinn frægan á sviði gospeltónlistar. Greint var frá andlátinu í gær en hún lést á heimili sínu í Nashville. Ekki liggur fyrir um hvað hafi dregið hana til dauða á þessu stigi. Paula Abdul, sem var einn dómara í Americal Idol 2006, minnist söngkonunnar á samfélagsmiðlum og segir hana hafa verið sannan „ljósgjafa“. Mandisa vann til Grammy-verðlauna fyrir plötu sína Overcomer í flokki bestu kristilegrar tónlistar árið 2014. Hún hlaut jafnframt tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir plötur sínar What If We Were Real frá árinu 2011, Freedom frá árinu 2009 og True Beauty frá árinu 2007. Mandisa ræddi opinskátt um glímu sína við þunglyndi og sorg í minningarbók sinni Out of the Dark: My Journey Through The Shadows To Find God's Joy sem kom út árið 2022. Hicks minnist sömuleiðis Mandisu á samfélagsmiðlum og segist munu sakna hennar mikið. View this post on Instagram A post shared by Taylor Hicks (@taylorhicksofficial) Andlát Bandaríkin Tónlist Raunveruleikaþættir Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Mandisa hafnaði í níunda sæti fimmtu þáttaraðarinnar þar sem söngarinn Taylor Hicks stóð uppi sem sigurvegari. Eftir að Idol-ævintýri Mandisu lauk gerði hún garðinn frægan á sviði gospeltónlistar. Greint var frá andlátinu í gær en hún lést á heimili sínu í Nashville. Ekki liggur fyrir um hvað hafi dregið hana til dauða á þessu stigi. Paula Abdul, sem var einn dómara í Americal Idol 2006, minnist söngkonunnar á samfélagsmiðlum og segir hana hafa verið sannan „ljósgjafa“. Mandisa vann til Grammy-verðlauna fyrir plötu sína Overcomer í flokki bestu kristilegrar tónlistar árið 2014. Hún hlaut jafnframt tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir plötur sínar What If We Were Real frá árinu 2011, Freedom frá árinu 2009 og True Beauty frá árinu 2007. Mandisa ræddi opinskátt um glímu sína við þunglyndi og sorg í minningarbók sinni Out of the Dark: My Journey Through The Shadows To Find God's Joy sem kom út árið 2022. Hicks minnist sömuleiðis Mandisu á samfélagsmiðlum og segist munu sakna hennar mikið. View this post on Instagram A post shared by Taylor Hicks (@taylorhicksofficial)
Andlát Bandaríkin Tónlist Raunveruleikaþættir Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira