Íkveikjan ekki talin hafa beinst að Trump eða réttarhöldunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2024 00:00 Lögreglukona merkir verksummerki eftir að karlmaður kveikti í sér fyrir utan dómshús á Manhattan í dag. Vísir/EPA Lögreglan í New York telur ekki að karlmaður á fertugsaldri sem kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshús þar sem réttað er yfir Donald Trump hafi ætlað sér að skaða Trump eða aðra. Maðurinn er sagður í lífshættu á sjúkrahúsi. Vitni segja að maðurinn hafi dregið dreifibréf upp úr bakpoka og kastað þeim á jörðina áður en hann helti yfir sig vökva og kveikti í sér í Collect Pond-garðinum gegnt dómshúsinu á Manhattan í dag. Réttarhöld í sakamáli á hendur Trump stóðu þá yfir í dómshúsinu. Almennir borgarar og lögreglumenn hlupu að manninum og notuðu jakka og slökkvitæki þess að að kæfa logana áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega, að sögn Washington Post. Maðurinn brann í nokkrar mínútur fyrir framan fjölda sjónvarpsupptökuvéla fjölmiðla sem fylgjast með réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsetanum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tarik Sheppard, aðstoðarlögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að maðurinn virtist vera einhvers konar samsæriskenningasinni. Hann hafi ekki virst beina spjótum sínum að Trump eða nokkrum öðrum sem tengist réttarhöldunum. Bensínbrúsi á vettvangi íkveikjunnar í Collect Pond-garðinum á Manhattan. Maðurinn er sagður hafa hellt yfir sig eldsneyti áður en hann lagði eld að sjálfum sér.AP/Mary Altaffer Maðurinn, sem ferðaðist frá heimili sínu í Flórída til New York í vikunni, birti yfirlýsingu á bloggsíðu sinni þar sem hann boðaði að hann ætlaði að kveikja í sér. Þar bað hann vini sína, sjónarvotta og viðbragðsaðila afsökunar. Lýsti hann fyrirætlunum sínum sem öfgakenndum mótmælum gegn því sem hann kallaði margbiljóna dollara svikamyllu auðkýfinga sem væri ætlað að rústa hagkerfi heimsins. Á dreifibréfunum sem hann hafði með sér í garðinn talaði hann um samsæriskenningar um að New York-háskóli (NYU) væri skálkaskjól fyrir mafíuna. Julie Berman, ljósmyndari sem var að taka myndir af stuðningsfólki og andstæðingum Trump, segir Washington Post að hún hafi séð manninn kveikja í sér. Hann hafi haldið á spjaldi um að Trump og Joe Biden forseti ynnu saman að valdaráni. Þrátt fyrir að uppákoman hafi átt sér stað fyrir utan öryggisgirðingar í kringum dómshúsið ætlar lögreglan að fara yfir viðbúnað þar og meta hvort að takmarka þurfi umferð almennings um garðinn á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stendur. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Vitni segja að maðurinn hafi dregið dreifibréf upp úr bakpoka og kastað þeim á jörðina áður en hann helti yfir sig vökva og kveikti í sér í Collect Pond-garðinum gegnt dómshúsinu á Manhattan í dag. Réttarhöld í sakamáli á hendur Trump stóðu þá yfir í dómshúsinu. Almennir borgarar og lögreglumenn hlupu að manninum og notuðu jakka og slökkvitæki þess að að kæfa logana áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega, að sögn Washington Post. Maðurinn brann í nokkrar mínútur fyrir framan fjölda sjónvarpsupptökuvéla fjölmiðla sem fylgjast með réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsetanum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tarik Sheppard, aðstoðarlögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að maðurinn virtist vera einhvers konar samsæriskenningasinni. Hann hafi ekki virst beina spjótum sínum að Trump eða nokkrum öðrum sem tengist réttarhöldunum. Bensínbrúsi á vettvangi íkveikjunnar í Collect Pond-garðinum á Manhattan. Maðurinn er sagður hafa hellt yfir sig eldsneyti áður en hann lagði eld að sjálfum sér.AP/Mary Altaffer Maðurinn, sem ferðaðist frá heimili sínu í Flórída til New York í vikunni, birti yfirlýsingu á bloggsíðu sinni þar sem hann boðaði að hann ætlaði að kveikja í sér. Þar bað hann vini sína, sjónarvotta og viðbragðsaðila afsökunar. Lýsti hann fyrirætlunum sínum sem öfgakenndum mótmælum gegn því sem hann kallaði margbiljóna dollara svikamyllu auðkýfinga sem væri ætlað að rústa hagkerfi heimsins. Á dreifibréfunum sem hann hafði með sér í garðinn talaði hann um samsæriskenningar um að New York-háskóli (NYU) væri skálkaskjól fyrir mafíuna. Julie Berman, ljósmyndari sem var að taka myndir af stuðningsfólki og andstæðingum Trump, segir Washington Post að hún hafi séð manninn kveikja í sér. Hann hafi haldið á spjaldi um að Trump og Joe Biden forseti ynnu saman að valdaráni. Þrátt fyrir að uppákoman hafi átt sér stað fyrir utan öryggisgirðingar í kringum dómshúsið ætlar lögreglan að fara yfir viðbúnað þar og meta hvort að takmarka þurfi umferð almennings um garðinn á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stendur.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00