Innlent

Banda­rísk þota í vand­ræðum lenti í Kefla­vík

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Keflavíkurflugvell. Myndin er úr safni.
Frá Keflavíkurflugvell. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna farþegaþotu bandaríska Delta-flugfélagsins sem óskaði eftir að að fá að lenda vegna vandamáls um borð. Vélin var á leið frá Heathrow á Englandi til Los Angeles í Bandaríkjunum.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, átti vélin að lenda nú á milli sjö og átta í kvöld. Hann hafði ekki upplýsingar um fjölda farþega um borð. Slökkvi- og sjúkralið er með viðbúnað á vellinum vegna vélarinnar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu varð vart við einhvers konar reyk um borð í vélinni og því óskuðu stjórnendur hennar eftir því að fá að lenda í Keflavík.

Uppfært 19:39 Guðjón segir að vélin hafi lent um hálf átta leytið og að hún sé komin í stæði. Í framhaldinu verði skoðað hvað kom upp á. Hann hafði engar upplýsingar um slys á fólki um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×