Dagný ánægð að vera mætt aftur til æfinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 23:31 Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti, en hann kom í heiminn í febrúar. Getty/George Tewkesbury Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir er mætt aftur til æfinga hjá liði sínu West Ham United í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa eignast sitt annað barn 7. febrúar á þessu ári. Dagný hefur ekki spilað með liðinu á yfirstandandi leiktíð og ef ekki væri fyrir ömurlegt gengi Bristol City væri liðið í harðri fallbaráttu. Sem stendur er West Ham í næstneðsta sæti með 13 stig, sjö stigum frá botnliði Bristol. West Ham á fjóra leiki eftir af tímabilinu og stóra spurningin er hvort fyrirliðinn Dagný fái einhverjar mínútur. Hamrarnir birtu í dag myndband á samfélagsmiðlum af Dagný í ræktinni ásamt stuttu viðtali við íslensku landsliðskonuna. „Það er gott að vera komin til baka. Mér líður, ég veit ekki alveg, ég hef verið fjarverandi í dágóða stund þó það hafi ekki verið svo langt. En já, það er gott að vera komin til baka.“ „Ég var mjög spennt að koma aftur og sjá allar stelpurnar. Ég hef verið í sambandi við þónokkrar af þeim á meðan ég var í burtu en það var mjög gaman að snúa aftur og hitta þær allar.“ Look who's back at Chadwell Heath #WHUWFC | #BarclaysWSL pic.twitter.com/Tv8ct0qkuJ— West Ham United Women (@westhamwomen) April 18, 2024 „Ég byrjaði að gera ýmsar æfingar aðeins fjórum dögum eftir að ég átti son minn, bara léttar heimaæfingar. Svo byrjaði ég að fara í ræktina heima á Íslandi, byrjaði að skokka og svona. Nú þegar ég er snúin aftur fer ég vonandi að ná einhverjum snertingum á boltann,“ sagði Dagný að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. 12. mars 2024 23:31 Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. 9. mars 2024 10:38 „Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. 9. mars 2024 08:00 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Dagný hefur ekki spilað með liðinu á yfirstandandi leiktíð og ef ekki væri fyrir ömurlegt gengi Bristol City væri liðið í harðri fallbaráttu. Sem stendur er West Ham í næstneðsta sæti með 13 stig, sjö stigum frá botnliði Bristol. West Ham á fjóra leiki eftir af tímabilinu og stóra spurningin er hvort fyrirliðinn Dagný fái einhverjar mínútur. Hamrarnir birtu í dag myndband á samfélagsmiðlum af Dagný í ræktinni ásamt stuttu viðtali við íslensku landsliðskonuna. „Það er gott að vera komin til baka. Mér líður, ég veit ekki alveg, ég hef verið fjarverandi í dágóða stund þó það hafi ekki verið svo langt. En já, það er gott að vera komin til baka.“ „Ég var mjög spennt að koma aftur og sjá allar stelpurnar. Ég hef verið í sambandi við þónokkrar af þeim á meðan ég var í burtu en það var mjög gaman að snúa aftur og hitta þær allar.“ Look who's back at Chadwell Heath #WHUWFC | #BarclaysWSL pic.twitter.com/Tv8ct0qkuJ— West Ham United Women (@westhamwomen) April 18, 2024 „Ég byrjaði að gera ýmsar æfingar aðeins fjórum dögum eftir að ég átti son minn, bara léttar heimaæfingar. Svo byrjaði ég að fara í ræktina heima á Íslandi, byrjaði að skokka og svona. Nú þegar ég er snúin aftur fer ég vonandi að ná einhverjum snertingum á boltann,“ sagði Dagný að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. 12. mars 2024 23:31 Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. 9. mars 2024 10:38 „Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. 9. mars 2024 08:00 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. 12. mars 2024 23:31
Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. 9. mars 2024 10:38
„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. 9. mars 2024 08:00